Cristian Romero er orðinn launahæsti leikmaður Tottenham eftir að hann skrifaði undir nýjan samning við félagið.
Romero var gerður að fyrirliða Tottenham á dögunum og skrifaði svo undir nýjan samning í gær.
Romero var gerður að fyrirliða Tottenham á dögunum og skrifaði svo undir nýjan samning í gær.
Samkvæmt Telegraph er Romero að fá 200 þúsund pund í vikulaun sem gerir hann að launahæsta leikmanni félagsins.
Þessi 27 ára gamli Argentínumaður var orðaður frá félaginu fyrr í sumar og var bendlaður við Atletico Madrid. Hann skrifaði hins vegar undir nýjan fjögurra ára samning.
Thomas Frank tók við sem stjóri félagsins í sumar og það var mikilvægt fyrir hann að heyra að Romero yrði áfram.
Athugasemdir