Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
   þri 19. ágúst 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tarkowski pirraður: Dómarinn var 40 metrum frá þessu
Mynd: EPA
James Tarkowski, varnarmaður Everton, var mjög pirraður eftir tap liðsins gegn Leeds í úrvalsdeildinni í gær.

Eina mark leiksins skoraði Lukas Nmecha úr vítaspyrnu. Vítaspyrnan var dæmd því Tarkowski fékk boltann í höndina eftir skot frá Anton Stach.

„Þetta er ekki víti. Um leið og dómarinn flautaði var ég nokkuð viss um að þetta yrði tekið til baka. Fyrsta spurningin mín til hans var 'Ef höndin var upp við líkamann, sem hún var, er þetta víti? Hann sagði nei," sagði Tarkowski.

„Ég hef lesið að ég hafi hallað mér að boltanum en það er ekkert ónátturulegt við það að höndin var upp við líkamann. Boltinn má fara í höndina, hún má bara ekki vera í óeðlilegri stöðu sem hún var ekki."

„Ég skil þetta ekki. Aðstoðardómarinn dæmdi þetta víst, hann var 40 metrum frá þessu og ég skil ekki hvernig hann gat séð hvað ég gerði við höndina frá þessu sjónarhorni. Þetta er furðulegt og þetta kostaði okkur stig."


Athugasemdir
banner