Fjölnir á í vanda, það er skortur á aðstöðu fyrir alla iðkendur félagsins. Meistaraflokkar félagsins klára tímabilið inni í Egilshöll þar sem Fjölnisvöllur í Dalhúsum er ekki leikhæfur.
Þá er æfingaaðstaða félagsins engin, það er aðgangur að gervigrasvelli við Egilshöllina en sá völlur er ekki metinn keppnishæfur.
Fótbolti.net ræddi við Birgi Örn Birgisson, rekstrarstjóra fótboltadeildar Fjölnis, um aðstöðuna.
Þá er æfingaaðstaða félagsins engin, það er aðgangur að gervigrasvelli við Egilshöllina en sá völlur er ekki metinn keppnishæfur.
Fótbolti.net ræddi við Birgi Örn Birgisson, rekstrarstjóra fótboltadeildar Fjölnis, um aðstöðuna.
„Ef það er eitthvað félag sem er úti í kuldanum hjá borginni, þá er það Fjölnir."
„Við erum með einn gervigrasvöll fyrir utan Egilshöllina, það er allt æfingasvæðið okkar. Við erum með 850 iðkendur, langstærsta einstaka fótboltadeildin í borginni, en við erum með einn gervigrasvöll, sem Heimar eiga og er ónýtur, KSÍ leyfir okkur eiginlega ekki að spila meistaraflokksleiki þar."
„Við erum bara leigjandi Egilshöllina eins og Fylkir, Fram og fleiri félög. Egilshöllin er ekkert okkar. Það hafa allir aðgang þar inn."
Fjölnismenn vilja fá nýtt gervigras á völlinn fyrir utan Egilshöllina, og að minnsta kosti einn annan æfingavöll fyrir iðkendur félagsins.
„Okkur vantar nýja aðstöðu, hvort sem hún yrði í Dalhúsum eða við Egilshöllina, það er bara sviðsmynd sem þarf að ræða. Við þurfum bara aðstöðu, þurfum 2-3 virka velli allt árið. Hvað á ég að gera með alla krakkana núna þegar hausstarfið er að fara byrja. Hvar á ég að vera með krakkana að æfa fótbolta?"
„Við erum með nokkra sparkvelli fyrir utan sem við misstum út í hálft ár út af því að það var verið að setja gamalt gras á þá, ofan á gamla grasið sem var á völlunum fyrir."
„Það er ákall frá okkur, við þurfum bætta aðstöðu, við erum búnir að reyna allar leiðir, en það hlustar enginn á okkur. Það á að vera samtal við borgina í þessari viku, og það er vonandi að það fari vel."
„Það sem við viljum við keppnisvöllinn er völl sem virkar og við viljum yfirbyggða stúku. Við þurfum örugglega að setja gervigras á völlinn í Dalhúsum, eða þá að flytja heimavöllinn okkar upp í Egilshöll. Það er samtal sem við viljum taka. Við viljum tvo gervigrasvelli til að æfa á, og keppnisvöll með yfirbyggðri stúku. Möguleikarnir væru við Egilshöll eða í Dalhúsum."
„Það er bara verið að gera meira fyrir börn í öðrum hverfum borgarinnar heldur en í Grafarvoginum. Það segir sig bara sjálft," segir Biggi.
Athugasemdir