Daníel Tristan Guðjohnsen hefur að undanförnu verið að fá stærra hlutverk hjá Malmö, sem er stærsta félagið í Svíþjóð. Þessi 19 ára gamli sóknarmaður hefur á tímabilinu spilað 14 leiki í sænsku úrvalsdeildinni, skorað tvö mörk og lagt upp fimm.
Hann hefur jafnframt spilað þrjá leiki í sænsku bikarkeppninni og skorað í þeim þrjú mörk.
Hann hefur jafnframt spilað þrjá leiki í sænsku bikarkeppninni og skorað í þeim þrjú mörk.
Daníel Tristan átti stórleik í 0-4 sigri gegn Halmstad á dögunum og sýndi þar hvers hann er megnugur þar sem hann skoraði bæði og lagði upp.
Það hefur verið einhver umræða um að Malmö muni bæta við sig sóknarmanni þar sem liðið er frekar þunnskipað fremst á vellinum. Daníel Tristan vonar að svo verði ekki.
„Félagið getur gert það sem það vill en ég tel okkur ekki þurfa nýjan leikmann," segir Daníel Tristan.
Henrik Rydström, þjálfari Malmö, hefur gríðarlega trú á Daníel.
„Hann hefur verið frekar óheppinn en við höfum helvíti mikla trú á honum. Ungu leikmennirnir þurfa að læra," segir Rydström en hann var mjög ánægður með Daníel Tristan í leiknum gegn Halmstad.
Daníel Tristan er yngsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsen en hann er sóknarmaður eins og faðir sinn og eldri bræður.
Daníel Gudjohnsen (19) against Halmstads BK.
— 47 (@47_scouting) August 16, 2025
- 72 minutes played
- 100% accurate passes (9/9)
- 1 goal
- 1 assist
- 2 big chances created
- 2 pre assists
- 5/11 total duels won
Monster aerially???? https://t.co/zC1zsVRKFU pic.twitter.com/g7FxLI7Fcx
Athugasemdir