Leikur Fram og KR í Bestu deild karla í kvöld, lokaleikur 19. umferðar, verður sérstakur styrktarleikur fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru.
Fram spilar í sérhannaðri treyju af þessu tilefni og geta vallargestir keypt treyjuna. Allur ágóði af leiknum og sölu á treyjunni rennur í sjóðinn.
Fram spilar í sérhannaðri treyju af þessu tilefni og geta vallargestir keypt treyjuna. Allur ágóði af leiknum og sölu á treyjunni rennur í sjóðinn.
„Þetta er málefni sem við Framarar eru mjög stoltir af því að styrkja. Vonandi koma sem flestir á völlinn," segir Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram.
Minningarsjóður Bryndísar Klöru var stofnaður til að heiðra og varðveita minningu Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem lést í kjölfar hnífaárásar á menningarnótt í Reykjavík í ágúst 2024. Bryndís var 17 ára og nýbyrjuð á öðru ári í Verzlunarskóla Ísland.
Leikur Fram og Víkings í Bestu deild kvenna á miðvikudag verður einnig styrktarleikur fyrir minningarsjóðinn.
????? Styrktarleikir fyrir Bryndísi Klöru ?????
— FRAM Reykjavík (@FRAMknattspyrna) August 17, 2025
???? Úlfarsárdalur – vika kærleikans
18/8: Fram - KR
20/8: Fram - Víkingur
Komum saman, heiðrum minningu Bryndísar Klöru og styrkjum kærleikann í samfélaginu ???? pic.twitter.com/RTSU49cIlK
Fyllum völlinn og styrkjum þetta frábæra málefni ????????
— FRAM Reykjavík (@FRAMknattspyrna) August 18, 2025
FRAM - KR, í kvöld mánudaginn 18. ágúst kl. 19:15#framkr #fyrirbryndísiklöru pic.twitter.com/ATaOna9UD8
Athugasemdir