Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
   mán 18. ágúst 2025 19:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýski bikarinn: Valgeir kom inn á og lagði upp - Sigur hjá Jóni Degi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Lunddal Friðriksson og Jón Dagur Þorsteinsson voru í eldlínunni í þýska bikarnum í dag.

Valgeir byrjaði á bekknum þegar Dusseldorf heimsótti Schweinfurt. Dusseldorf er án stiga í 2. deild og Schweinfurt án stiga í 3. deild eftir tvær umferðir.

Schweinfurt var með 1-0 forystu í hálfleik. Valgeir kom inn á strax í hálfleik og lagðii upp jöfnunarmarkið. Dusseldorf komst á flug og tvö mörk í viðbót fylgdu á eftir. Dusseldorf vann að lokum 4-2.

Það var 2. deildar slagur þegar Preussen Munster fékk Hertha Berlin í heimsókn. Jón Dagur var í byrjunarliði Hertha. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en Hertha vann í vítaspyrnukeppni. Jón Dagur var tekinn af velli á 76. mínútu.

Preussen Munster 0 - 0 Hertha (3-5 í vítaspyrnukeppni)

Schweinfurt 2 - 4 Fortuna Dusseldorf
1-0 Manuel Wintzheimer ('44 , víti)
1-1 Shinta Karl Appelkamp ('66 )
1-2 Cedric Itten ('68 )
1-3 Florent Muslija ('72 )
2-3 Erik Shuranov ('83 )
2-4 Shinta Karl Appelkamp ('86 )

Dynamo Dresden 0 - 1 Mainz
0-1 Nadiem Amiri ('22 )
0-1 Jakob Lemmer ('66 , Misnotað víti)
Athugasemdir
banner