Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
   þri 19. ágúst 2025 09:35
Elvar Geir Magnússon
Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana
Powerade
GIanluigi Donnarumma.
GIanluigi Donnarumma.
Mynd: EPA
Tottenham vill Eze.
Tottenham vill Eze.
Mynd: EPA
Arteta vill styrkja hópinn.
Arteta vill styrkja hópinn.
Mynd: EPA
Vardy til Napoli?
Vardy til Napoli?
Mynd: EPA
Fyrsta umferð ensku úrvalsdeildarinnar er að baki en Leeds vann dramatískan sigur gegn Everton á umdeildri vítaspyrnu í lokaleik umferðarinnar. Félagaskiptaglugginn er enn opinn og slúðrið kemur á færibandi.

Ítalska félagið Inter fylgist með stöðu Andre Onana (29), markvarðar Manhester United. Inter hefur áhuga á að fá hann aftur til félagsins en vangaveltur eru um framtíð hans á Old Trafford. (Sun)

Ef Onana verður seldur til Inter gæti opnast möguleiki fyrir United að fjármagna kaup á Gianluigi Donnarumma (26) frá PSG. (Mirror)

Chelsea er opið fyrir lánstilboðum í enska vængmanninn Raheem Sterling (30) og vill losa sig við átta leikmenn til viðbótar áður en félagsskiptaglugganum verður lokað. (Telegraph)

Chelsea hefur hafnað lánstilboði frá Bayern München í franska framherjann Christopher Nkunku (27) og vill aðeins selja hann alfarið. (Times)

Newcastle ætlar að gera nýtt tilboð upp á 35 milljónir punda í sóknarmanninn Yoane Wissa (28) hjá Brentford, en Brentford vill ekki selja hann án þess að hafa tryggt sér staðgengil. (Sun)

Crystal Palace vill halda ensku leikmönnunum Eberechi Eze (27) og Marc Guehi (25), sem eru á óskalistum Tottenham og Liverpool, að minnsta kosti fram yfir fyrsta Sambandsdeildarleiks félagsins sem er á fimmtudag gegn Fredrikstad. (Mirror)

Tottenham hefur óskað eftir að ræða greiðslufyrirkomulag við Palace í tengslum við tilboð í Eze, sem nemur 55 milljónum punda auk ákvæða. (Independent)

Crystal Palace er þegar að kanna möguleika á að fá franska varnarmanninn Jeremy Jacquet (20) frá Rennes sem hugsanlegan arftaka Guehi. (Independent)

Aston Villa hefur bætt senegalska framherjanum Nicolas Jackson (24) frá Chelsea á óskalista sinn en gæti mætt samkeppni frá Bayern München. (Florian Plettenberg)

Jadon Sancho (25), enski vængmaðurinn hjá Manchester United, hefur hafnað möguleika á að ganga til liðs við Roma, sem var tilbúið að greiða 20 milljónir punda fyrir hann. (Talksport)

Mikel Arteta vill bæta vinstri kantmanni við hóp Arsenal en þarf að selja leikmenn áður en nýr leikmaður verður keyptur. (Mirror)

Leon Bailey (28), vængmaður Aston Villa og Jamaíku, er við það að ganga frá lánssamningi við Roma, með ákvæði um varanlegan samning næsta sumar. (Corriere dello Sport)

Crystal Palace hefur haft samband við Leicester til að kanna möguleika á að fá marokkóska miðjumanninn Bilal El Khannouss (21). (Athletic)

Napoli ætlar að blanda sér í baráttuna um danska sóknarmanninn Rasmus Höjlund (22) hjá Manchester United, sem einnig er í viðræðum við AC Milan. (Sport Italia)

Manchester United er tilbúið að láta Höjlund fara á láni, en félagið leggur áherslu á að hann verði ekki neyddur frá félaginu. (Guardian)

Brasílíski miðjumaðurinn Douglas Luiz (27) er búinn að samþykkja persónulega skilmála hjá Nottingham Forest en bíður eftir að félagið klári samkomulag við Juventus. (Corriere dello Sport)

Fyrrum leikmaður Liverpool og Arsenal, Alex Oxlade-Chamberlain (32), er á óskalista Birmingham City. Besiktas er tilbúið að selja hann fyrir rétt verð. (Mirror)

Leeds er nálægt því að ná samkomulagi við AC Milan um svissneska sóknarmanninn Noah Okafor (25), en samningurinn gæti numið um 17,2 milljónum punda (20 milljónir evra). (Florian Plettenberg)

Enski framherjinn Jamie Vardy (38), sem hefur verið án félags frá því hann yfirgaf Leicester í lok síðasta tímabils, vill endurnýja samstarf sitt við Brendan Rodgers hjá Celtic. (Sun)

Ítalíumeistarar Napoli þurfa að fá inn sóknarmann vegna meiðsla Romelu Lukaku og gætu gert Vardy óvænt samningstilboð. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner