Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
   mán 18. ágúst 2025 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Þetta er ekki heilbrigt
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, ítrekar að hann sé með of stóran hóp og vill losna við fleiri leikmenn.

City hefur selt nokkra leikmenn í sumar og þar á meðal eru Kyle Walker og Jack Grealish farnir. James McAtee, sem er efnilegur leikmaður, var þá seldur til Nottingham Forest fyrir 30 milljónir punda um liðna helgi.

Þó eru sögusagnir um að fleiri leikmenn séu á förum og Guardiola vill að það sé þannig.

„Ég vil ekki hafa neinn heima þegar við erum að spila," sagði Guardiola eftir 0-4 sigur á Úlfunum í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

„Þetta er ekki heilbrigt. Þú getur ekki byggt upp góðan anda," sagði Guardiola jafnframt.
Athugasemdir
banner