Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
   mán 18. ágúst 2025 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðræður í gangi og Eze vill fara til Tottenham
Eberechi Eze.
Eberechi Eze.
Mynd: EPA
Eberechi Eze hefur tjáð Crystal Palace það að hann vilji fara til Tottenham.

Daniel Levey, stjórnarformaður Tottenham, og Steve Parish, stjórnarformaður Palace, eru að ræða saman um leikmanninn.

Tottenham þarf leikmann framarlega á miðjunni eftir að James Maddison meiddist illa og er Eze efstur á lista.

Tottenham er tilbúið að borga fyrir hann 55 milljónir punda. Sú upphæð gæti síðar meir hækkað í 60 milljónir punda.

Samkvæmt Fabrizio Romano þá tjáði Eze Crystal Palace það í síðustu viku að hann vildi fara til Tottenham.

Eze hefur einnig verið orðaður við Arsenal en núna virðist Tottenham vera líklegri áfangastaður.
Athugasemdir
banner
banner