Daily Mail segir að búist sé við því að Tottenham gangi frá kaupum á Eberechi Eze á næstu tveimur til þremur dögum.
Heimildir blaðsins herma að Tottenham færist nær samkomulagi við Crystal Palace og kaupverðið verði í kringum 50 milljónir punda auk ákvæða.
Viðræður hafa staðið yfir í þessari viku og forráðamenn Tottenham eru bjartsýnir á að allt verði klárt fyrir helgina. Palace er að reyna að finna leikmann sem gæti fyllt skarð Eze enda vill félagið ekki missa hann.
Heimildir blaðsins herma að Tottenham færist nær samkomulagi við Crystal Palace og kaupverðið verði í kringum 50 milljónir punda auk ákvæða.
Viðræður hafa staðið yfir í þessari viku og forráðamenn Tottenham eru bjartsýnir á að allt verði klárt fyrir helgina. Palace er að reyna að finna leikmann sem gæti fyllt skarð Eze enda vill félagið ekki missa hann.
Tottenham hefur lengi verið aðdáandi Eze og eftir meiðsli James Maddison hefur félagið lagt aukna áherslu á að fá hann.
Það yrði högg fyrir Palace og stuðningsmenn liðsins að missa Eze en liðið tekur þátt í Sambandsdeildinni þetta tímabilið og leikur gegn norska liðinu Fredrikstad á fimmtudag í fyrri viðureign liðanna í umspilinu.
Eze á stóran þátt í því að Palace varð bikarmeistari á síðasta tímabili, hann skoraði sigurmarkið gegn Manchester City í úrslitaleiknum. Þá skoraði hann samtals 14 mörk og átti 11 stoðsendingar.
Athugasemdir