Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
   þri 19. ágúst 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leeds að fá framherja frá Milan
Mynd: Milan
Daniel Farke, stjóri Leeds, sagði eftir sigur liðsins gegn Everton að liðið þurfi að bæta við sig sóknarmönnum ef liðið ætli að halda sér uppi í úrvalsdeildinni.

Leeds nældi í Dominic Calvert-Lewin á dögunum eftir að samningur hans við Everton rann út en hann var ekki með gegn gömlu félögunum í gær en Farke vonast til að hann verði klár í slaginn fljótlega.

Fabrizio Romano greinir frá því að Leeds sé að næla í framherja. Leeds er að ná samkomulagi við AC Milan um Noah Okafor.

Okafor er 25 ára gamall Svisslendingur. Hann gekk til liðs við Milan frá RB Salzburg árið 2023. Hann hefur spilað 54 og skorað sjö mörk. Hann fór á lán til Napoli í janúar en spilaði aðeins fjóra leiki og náði ekki að skora.
Athugasemdir
banner