Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
   mán 18. ágúst 2025 20:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nýkominn með bandið og skrifar undir nýjan samning við Tottenham
Mynd: EPA
Cristian Romero hefur framlengt samning sinn við Tottenham. Þessi 27 ára gamli Argentínumaður var orðaður frá félaginu fyrr í sumar.

Hann skrifar undir fjögurra ára samning.

Atletico Madrid hafði mikinn áhuga á honum en Tottenham var aldrei með það í huga að selja hann. Thomas Frank tók við sem stjóri félagsins í sumar og það var mikilvægt fyrir hann að heyra að Romero yrði áfram.

Romero er orðinn fyrirliði liðsins en hann tók við bandinu eftir að Heung-min Son yfirgaf félagið og gekk til liðs við LAFC.

„Ég er mjög ánægður hérna. Fyrir mér er þetta besta félag í heimi. Síðustu tvær vikur hafa verið frábærar, fyrst varð ég fyrirliði og svo skrifaði ég undir nýjan samning. Ég vil þakka stuðningsmönnum fyrir frábæran stuðning," sagði Romero.

Bakvörðurinn Djed Spence skrifaði einnig undir nýjan samning við félagið í dag.
Athugasemdir
banner