Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
   þri 19. ágúst 2025 20:00
Haraldur Örn Haraldsson
Yfirmenn akademíu Nordsjælland hrósa Alexander mikið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Staðfest var í dag að Alexander Rafn Pálmason mun fara til FC Nordsjælland næsta sumar, en yfirmenn akademíu starfsemi Nordsjælland tjáðu sig um þennan gífurlega efnilega leikmann á heimasíðu liðsins.

„Alexander er mjög hæfileikaríkur norrænn leikmaður, og einn sá efnilegasti frá Íslandi. Við erum mjög ánægðir að sumarið 2026 mun hann ganga til liðs við Nordsjælland frá KR, þegar hann verður orðinn 16 ára," sagði Juan José Jacob Peñalver yfirmaður akademíu Nordsjælland.

„Hann hefur heimsótt okkur þegar við spiluðum mót erlendis, þar sem við hrifumst af honum. Bæði vegna gæði hans á vellinum, en einnig vegna þroska, samskipti og karakter utan vallar," sagði Juan.

„Í FC Nordsjælland lifum við fyrir að þróa unga leikmenn, og við vinnum að því á hverjum degi að búa til andrúmsloft þar sem ungir leikmenn geta þróast sem leikmenn og sem manneskjur. Við erum stoltir af því að hafa byggt upp starfsemi og menningu sem er aðlaðandi fyrir hæflileikaríkustu norrænu leikmennina," sagði Juan.

„Að Alexander skuli koma til okkar er frekari sönnun fyrir því að stefnan okkar hefur verið lukkuð, og að foreldrar geta verið vissir um að börnin þeirra eru í öruggu umhverfi. Þar sem þeir fá góða fótbolta kennslu, en eru einnig tilbúnir að tækla erfiðleika í lífinu," sagði Juan.

„Við erum sannfærðir um að Alexander hafi eiginleikana í að ná árangri, bæði sem leikmaður og manneskja. Við hlökkum til að vera lykilþáttur í hans þróun," sagði Juan.

Mirhan Fazliu er yfirmaður kaupstefnu akademíunnar en hann tjáði sig einnig um Alexander.

„Alexander er leikmaður með allan pakkann miðað við aldur. Hann er með sterkan teknískann grunn, þar sem hann getur bæði rekið boltann á miklum hraða, og haldið ró í stressandi aðstæðum. Ákvarðanatökur hans eru þroskaðar, og hann getur aðlagast ýmsum taktískum aðstæðum," sagði Fazliu.

„Líkamlega er hann sterkur, og hreyfanlegur, sem gefur honum góða grunnstöðu í einvígum og í leikjum sem spilast hratt, bæði með og án boltans," sagði Fazliu.

„Þegar hann kom í heimsókn, sýndi hann ekki bara gæðin sín, en einnig hvernig hann tekur ábyrgð, á í samskiptum, og hefur áhrif á leikinn. Þetta gerir hann að leikmanni sem er hægt að þróa vel, og við hlökkum til að vinna með honum náið," sagði Fazliu


Athugasemdir
banner