Manchester United er tilbúið að samþykkja 20 milljón punda tilboð frá Roma í kantmanninn Jadon Sancho.
Leikmaðurinn sjálfur er hins vegar ekki spenntur fyrir því að ganga í raðir Roma.
Leikmaðurinn sjálfur er hins vegar ekki spenntur fyrir því að ganga í raðir Roma.
Sancho á enga framtíð hjá United en hann er með háan launatékka hjá félaginu. Hann var á láni hjá Chelsea á síðustu leiktíð en náði ekki samkomulagi við Lundúnafélagið um að vera áfram hjá félaginu.
Samkvæmt Fabrizio Romano hefur umboðsmaður Sancho tjáð Roma það að hann ætli ekki að samþykkja tilboð félagsins.
Sancho vill skoða aðra möguleika og Roma ætlar að gera það líka.
Man Utd vonast til að selja Sancho fyrir um 20 milljónir punda en það er ekki útilokað að hann sitji bara á laununum sínum og verði upp í stúku í vetur. Sancho er sagður þriðji launahæsti leikmaður United á eftir Casemiro og Bruno Fernandes með um 250 þúsund pund í vikulaun.
Athugasemdir