Vicente Valor (ÍBV)
Spánverjinn Vicente Valor hjá ÍBV er leikmaður umferðarinnar í Bestu deildinni en hann og liðsfélagar hans fóru á kostum þegar þeir unnu mjög óvæntan 4-1 sigur gegn Val á Hásteinsvelli.
„Vicente var algjörlega frábær á miðsvæðinu hjá ÍBV. Hann átti hornspyrnuna í fyrsta marki ÍBV og lagði upp mark númer tvö og þrjú. Fyrir utan það hélt hann bolta vel og fíflaði leikmenn Vals oft á tíðum upp úr skónum," skrifaði Tryggvi Guðmundsson, fréttamaður Fótbolta.net í Vestmanneyjum, í skýrslu sinni um leikinn.
„Vicente var algjörlega frábær á miðsvæðinu hjá ÍBV. Hann átti hornspyrnuna í fyrsta marki ÍBV og lagði upp mark númer tvö og þrjú. Fyrir utan það hélt hann bolta vel og fíflaði leikmenn Vals oft á tíðum upp úr skónum," skrifaði Tryggvi Guðmundsson, fréttamaður Fótbolta.net í Vestmanneyjum, í skýrslu sinni um leikinn.
Lestu um leikinn: ÍBV 4 - 1 Valur
Margir héldu að ÍBV yrði hreinlega fallbyssufóður í þessari deild en liðið hefur verið að ná í sín stig og er þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Það var öflugt fyrir Eyjamenn að endurheimta hinn 27 ára gamla Valor. Hann var valinn í lið ársins þegar ÍBV vann Lengjudeildina í fyrra en hann gekk síðan í raðir KR eftir tímabilið.
Hann átti þó ekki langa dvöl í Vesturbænum og var keyptur aftur til ÍBV þar sem hann hefur nú spilað 16 leiki í Bestu deildinni í sumar og skorað tvö mörk.
Leikmenn umferðarinnar:
18. umferð - Sigurður Bjartur Hallsson (FH)
17. umferð - Patrick Pedersen (Valur)
16. umferð - Frederik Schram (Valur)
15. umferð - Björn Daníel Sverrisson (FH)
14. umferð - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
13. umferð - Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
12. umferð - Patrick Pedersen (Valur)
11. umferð - Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
10. umferð - Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
9. umferð - Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
8. umferð - Jakob Byström (Fram)
7. umferð - Kjartan Kári Halldórsson (FH)
6. umferð - Morten Ohlsen Hansen (Vestri)
5. umferð - Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
4. umferð - Bjarki Björn Gunnarsson (ÍBV)
3. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
2. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
1. umferð - Rúnar Már Sigurjónsson (ÍA)
Athugasemdir