Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
   mán 18. ágúst 2025 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir Höjlund vera góðan möguleika
Rasmus Höjlund.
Rasmus Höjlund.
Mynd: EPA
Danski sóknarmaðurinn Rasmus Höjlund má fara frá Manchester United. Hann var ekki í leikmannahópnum gegn Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær.

United keypti á dögunum Benjamin Sesko frá RB Leipzig og því er ekki lengur pláss fyrir Höjlund.

Hann hefur verið mikið orðaður við AC Milan á Ítalíu og núna hefur Igli Tare, yfirmaður fótboltamála hjá Milan, sagt að Höjlund sé góður möguleiki fyrir félagið.

„Höjlund er góður möguleiki fyrir okkur," sagði Tare við SportMediaset.

„Við erum að skoða hann þessa dagana, en leikmannamarkaðurinn er óútreiknanlegur."

Höjlund er opinn fyrir því að ganga í raðir Milan en hann vill helst fara alfarið þangað frekar en á láni.
Athugasemdir
banner
banner
banner