Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
   þri 19. ágúst 2025 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Næstur á lista Man Utd á eftir Baleba
Lucien Agoume.
Lucien Agoume.
Mynd: EPA
Manchester United er sagt ætla að gera tilboð í Lucien Agoume, miðjumann Sevilla, eftir að félagið hætti að eltast við Carlos Baleba, miðjumann Brighton.

Það var Orgullobiri, staðarmiðill í Sevilla, sem sagði fyrst frá þessu í morgun.

Man Utd hafði mikinn áhuga á Baleba en var ekki tilbúið að borga rúmlega 100 milljónir punda fyrir hann, eins og Brighton var að biðja um.

Núna er Agoume leikmaður sem United er sagt hafa áhuga á. Agoume var ljósi punkturinn í slöku liði Sevilla á síðasta tímabili.

Hann er með 40 milljón evra riftunarverð í samningi sínum sem er heillandi fyrir Man Utd en hann er með eiginleika sem Rúben Amorim er að leitast eftir. Talið er að United geti keypt hann á 30 milljónir evra.


Athugasemdir
banner