Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
   þri 19. ágúst 2025 11:45
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 19. umferðar - Ævintýraleg innkoma
Bragi Karl var óvænt hetja FH.
Bragi Karl var óvænt hetja FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Júlíus Mar var maður leiksins í Úlfarsárdal.
Júlíus Mar var maður leiksins í Úlfarsárdal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallgrímur Mar var bestur í Mosó.
Hallgrímur Mar var bestur í Mosó.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Það var rosalegur leikur í Kópavogi þar sem Breiðablik tók á móti FH og tapaði 4-5. Bragi Karl Bjarkason, sem kom frá ÍR fyrir tímabilið, hafði lítið sem ekkert látið til sín taka á tímabilinu en kom ógnarsterkur af bekknum í þessum leik.

Hann skoraði strax eftir að hann kom af bekknum, með sinni fyrstu snertingu, og svo annað stuttu seinna og breytti stöðunni í 2-4. Bragi skoraði sín fyrstu mörk í Bestu deildinni og FH-ingar skutust upp í sjötta sætið.



Davíð Ingvarsson skoraði tvö fyrstu mörk Blika og er í Sterkasta liði umferðarinnar, í boði Steypustöðvarinnar, þrátt fyrir að hafa verið í tapliði.

ÍA er komið með annan fótinn niður í Lengjudeildina eftir 0-1 tap gegn Víkingi en Óskar Borgþórsson opnaði markareikning sinn fyrir Víkinga. Þetta var frábær umferð fyrir Víkinga þar sem Breiðablik og Valur misstigu sig.

ÍBV gerði sér lítið fyrir og rúllaði óvænt yfir Val 4-1 þar sem Vicente Valor var frábær á miðsvæðinu og var valinn maður leiksins. Sverrir Páll Hjaltested skoraði glæsilegt mark. Alex Freyr Hilmarsson komst einnig á blað og Þorlákur Árnason er þjálfari umferðarinnar.

Stjarnan vann 2-1 sigur á Vestra og er nú aðeins einu stigi frá Breiðabliki í þriðja sætinu. Andri Rúnar Bjarnason skoraði tvívegis gegn uppeldisfélaginu og var maður leiksins.

KR-ingar lyftu sér upp úr fallsæti með 1-0 útisigri gegn Fram sem er komið í fallbaráttu. Halldór Snær Georgsson var öflugur í markinu hjá KR en besti maður vallarins var Júlíus Mar Júlíusson í vörninni.

KA komst þrisvar í forystu gegn Aftureldingu en alltaf jöfnuðu Mosfellingar og 3-3 urðu lokatölur. Georg Bjarnason átti tvær stoðseningar fyrir Afureldingu, sem er komin í fallsæti, en Hallgrímur Mar Steingrímsson var maður leiksins. Hann skoraði tvö mörk og var eins og svo oft áður undirstaðan í sóknarleik Akureyringa.

Fyrri lið umferðarinnar:
   12.08.2025 09:45
Sterkasta lið 18. umferðar - Tveir saman við stýrið
   07.08.2025 09:45
Sterkasta lið 17. umferðar - Eini sigurinn kom á Þjóðhátíð
   29.07.2025 09:15
Sterkasta lið 16. umferðar - Patrick í fimmta sinn
   21.07.2025 09:30
Sterkasta lið 15. umferðar - Túfa á toppnum
   08.07.2025 10:30
Sterkasta lið 14. umferðar - Verulega öflug umferð fyrir Val
   30.06.2025 12:00
Sterkasta lið 13. umferðar - Ekroth og Sigurjón í fjórða sinn
   24.06.2025 12:15
Sterkasta lið 12. umferðar - Mögnuð innkoma í Eyjum
   17.06.2025 08:00
Sterkasta lið 11. umferðar - Tveir úr tapliðum
   03.06.2025 11:15
Sterkasta lið 10. umferðar - Átta sem eru í fyrsta sinn

Innkastið - Gamlir draugar hjá Val, ÍA fallið og deilt um dóm
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 19 11 4 4 47 - 28 +19 37
2.    Víkingur R. 19 10 5 4 34 - 24 +10 35
3.    Breiðablik 19 9 5 5 34 - 29 +5 32
4.    Stjarnan 19 9 4 6 36 - 31 +5 31
5.    Vestri 19 8 2 9 20 - 19 +1 26
6.    FH 19 7 4 8 36 - 31 +5 25
7.    Fram 19 7 4 8 28 - 26 +2 25
8.    ÍBV 19 7 3 9 20 - 26 -6 24
9.    KR 19 6 5 8 40 - 41 -1 23
10.    KA 19 6 5 8 21 - 35 -14 23
11.    Afturelding 19 5 6 8 24 - 30 -6 21
12.    ÍA 19 5 1 13 20 - 40 -20 16
Athugasemdir
banner