
Michelle Agyemang, sem var stórkostleg með enska landsliðinu á Evrópumótinu í sumar, hefur aftur verið lánuð frá Arsenal til Brighton.
Agyemang, sem er 19 ára gömul, varði síðasta tímabili á láni hjá Brighton og tekur líka næsta tímabil á láni þar.
Hún skoraði fimm mörk í 22 leikjum með Brighton á síðasta tímabili.
Agyemang var svo í enska landsliðshópnum á EM og sló þar í gegn þar sem hún bjargaði liðinu í tvígang í útsláttakeppninni með dramatískum mörkum. England fór alla leið í keppninni og varð Evrópumeistari.
Hún hefur spilað fimm landsleiki fyrir England og skorað í þeim þrjú mörk.
Athugasemdir