Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
   þri 19. ágúst 2025 22:00
Haraldur Örn Haraldsson
Trossard fær launahækkun hjá Arsenal
Mynd: EPA

Leandro Trossard hefur skrifað undir nýjan samning hjá Arsenal en það innifelur ekki að samningurinn verði lengdur.


Trossard sem er 30 ára gamall fær í staðinn umtalsverða launahækkun en samningurinn rennur út árið 2027, líkt og sá fyrri gerði. 

Þessi launahækkun kemur til þess að undirstrika verðmæti hans gagnvart klúbbnum, en leikmaðurinn og félagið hafa verið í viðræðum allt sumar.

Trossard kom til Arsenal í janúar 2023 frá Brighton, og hefur skorað 28 mörk, og lagt upp 23 mörk í 124 leikjum. Hann var ónotaður varamaður í fyrsta leik Arsenal á tímabilinu gegn Manchester United.


Athugasemdir
banner