Edson Alvarez er á leið til Fenerbahce frá West Ham. Fabrizio Romano greinir frá þessu.
Romano segir að Fenerbahce muni fá hann á láni með möguleika á að festa kaup á honum eftir tímabilið.
Romano segir að Fenerbahce muni fá hann á láni með möguleika á að festa kaup á honum eftir tímabilið.
Jose Mourinho er stjóri Fenerbahce en hann er mjög spenntur að fá Alvarez til liðs við sig.
Alvarez er 27 ára gamall Mexíkói en hann spilar sem varnarsinnaður miðjumaður. Hann gekk til liðs við West Ham árið 2023 frá Ajax og hefur spilað 73 leiki og skorað tvö mörk fyrir West Ham.
Hann hefur spilað 92 landsleiki og skorað sjö mörk.
Athugasemdir