Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
Sjáðu lætin á Króknum - Ætluðu að vaða í dómarana
Konni: Bara Derby slagur og við vel stilltir
Sverri Hrafn: Þetta var bara algjör þvæla
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
   mán 18. ágúst 2025 23:41
Kjartan Leifur Sigurðsson
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Í fyrri hálfleik fannst mér KR öflugri en við. Mér fannst við ekki nýta okkur þær stöður sem við fengum nægilega vel sérstaklega í byrjun, segir Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir 1-0 tap gegn KR í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 0 -  1 KR

Frammistaða Fram var þó betri í seinni hálfleik og hefði heppnin verið með þeim hefði jöfnunarmarkið komið.

„Í seinni hálfleik vorum við miklu, miklu öflugri og pressum þá mjög hátt. Við fengum fullt af hálffærum og tvö eða þrjú dauðafæri en því miður þá vildi boltinn ekki í netið í dag."

KR-ingar bökkuðu langt niður í seinni hálfleik sem kom mörgum á óvart, en ekki Rúnari.

„Í seinasta leik voru þeir að verja forskotið sitt eftir að þeir komust yfir og í fyrri hálfleik þar gerðu þeir það líka. Það er bara eðlilegt, þú þarft að verjast í fótbolta. Þeir breyta aðeins til í seinasta leik og aftur í dag. Þú vilt ná í stig og vinna fótboltaleiki, það er ekki alltaf hægt að fara fram með alla og taka alla sénsa í heiminum. Ég átti alveg eins von á því að þeir myndu falla niður ef við myndum hræða þá aðeins með góðri pressu og stela boltanum."

Fram hafa nú aðeins sótt 3 stig af seinustu 15 mögulegum. Framundan eru þrír leikir sem skera úr um hvort liðið endi í efri hlutanum.

„Við erum tilbúnir í þessa baráttu. Við höfum verið þarna í allt sumar á þessum slóðum og höfum haft tækifæri til þess að styrkja stöðu okkar í efri hlutanum en erum núna komnir í neðri hlutann. Þetta er gríðarlega jafnt og við eigum KA næst.
Athugasemdir
banner
banner