Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
   mán 18. ágúst 2025 23:41
Kjartan Leifur Sigurðsson
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Í fyrri hálfleik fannst mér KR öflugri en við. Mér fannst við ekki nýta okkur þær stöður sem við fengum nægilega vel sérstaklega í byrjun, segir Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir 1-0 tap gegn KR í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 0 -  1 KR

Frammistaða Fram var þó betri í seinni hálfleik og hefði heppnin verið með þeim hefði jöfnunarmarkið komið.

„Í seinni hálfleik vorum við miklu, miklu öflugri og pressum þá mjög hátt. Við fengum fullt af hálffærum og tvö eða þrjú dauðafæri en því miður þá vildi boltinn ekki í netið í dag."

KR-ingar bökkuðu langt niður í seinni hálfleik sem kom mörgum á óvart, en ekki Rúnari.

„Í seinasta leik voru þeir að verja forskotið sitt eftir að þeir komust yfir og í fyrri hálfleik þar gerðu þeir það líka. Það er bara eðlilegt, þú þarft að verjast í fótbolta. Þeir breyta aðeins til í seinasta leik og aftur í dag. Þú vilt ná í stig og vinna fótboltaleiki, það er ekki alltaf hægt að fara fram með alla og taka alla sénsa í heiminum. Ég átti alveg eins von á því að þeir myndu falla niður ef við myndum hræða þá aðeins með góðri pressu og stela boltanum."

Fram hafa nú aðeins sótt 3 stig af seinustu 15 mögulegum. Framundan eru þrír leikir sem skera úr um hvort liðið endi í efri hlutanum.

„Við erum tilbúnir í þessa baráttu. Við höfum verið þarna í allt sumar á þessum slóðum og höfum haft tækifæri til þess að styrkja stöðu okkar í efri hlutanum en erum núna komnir í neðri hlutann. Þetta er gríðarlega jafnt og við eigum KA næst.
Athugasemdir
banner
banner