47 ára karlmaður frá Liverpool hefur verið settur í bann frá öllum fótboltaleikvöngum Englands fyrir kynþáttaníð í garð Antoine Semenyo, leikmanns Bournemouth, í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar.
Maðurinn var handtekinn á laugardag og sleppt að loknum yfirheyrslum.
Maðurinn var handtekinn á laugardag og sleppt að loknum yfirheyrslum.
Atvikið átti sér stað í fyrri hálfleik í leik Liverpool og Bournemouth á Anfield. Semenyo var að búa sig undir það að taka innkast áður en stuðningsmaðurinn, sem var bundinn við hjólastól, öskraði rasískum oðrum í garð Semenyo.
Framherjinn leitaði til dómarans Anthony Taylor sem stöðvaði leikinn og lét fjarlægja stuðningsmanninn úr stúkunni.
Athugasemdir