Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
   mán 18. ágúst 2025 20:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stórsigur hjá Davíð og Ólafi - Tap hjá Andra Fannari
Mynd: Kasimpasa
Ólafur Guðmundsson og Davíð Snær Jóhannsson komu við sögu þegar Álasund vann stórsigur gegn Ranheim í næst efstu deild í Noregi í dag.

Álasund vann leikinn 6-0 en Ólafur var í byrjunarliðinu og spilaði rúman klukkutíma. Davíð kom inn á sem varamaður undir lokin.

Álasund er í 3. sæti með 32 stig eftir 19 umferðir.

Andri Fannar Baldursson var í byrjunarliði Kasimpasa sem tapaði 1-0 gegn Trabzonspor í 2. umferð í tyrknesku deildinni. Hann var tekin af velli undir lok leiksins.

Hann var einnig í byrjunarliðinu í fyrstu umferð í tapi gegn Antalyaspor. Andri gekk til liðs við félagið frá Bologna í sumar.
Athugasemdir
banner
banner