Galatasaray hefur sett sig í samband við Man City um kaup á Manuel Akanji.
Fabrizio Romano hefur þetta eftir tyrkneska blaðamanninum Yagiz Sabuncuoglu sem segir að umboðsmenn Akanji muni ferðast til Tyrklands í vikunni.
Fabrizio Romano hefur þetta eftir tyrkneska blaðamanninum Yagiz Sabuncuoglu sem segir að umboðsmenn Akanji muni ferðast til Tyrklands í vikunni.
Akanji kom við sögu í 26 leikjum í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en meiðsli settu strik í reikninginn.
Hann var í leikmannahópi liðsins sem vann Wolves 4-0 í fyrstu umferð deildarinnar um helgina en kom ekkert við sögu.
Athugasemdir