Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
   þri 19. ágúst 2025 20:04
Haraldur Örn Haraldsson
Isak með yfirlýsingu: „Þegar traustið er brotið getur sambandið ekki haldið áfram"
Mynd: EPA
Mynd: Instagram, skjáskot

Alexander Isak var valinn í lið síðasta tímabils af leikmannasamtökum í Englandi. Eftir að hafa hlotið þann heiður gaf hann út yfirlýsingu á Instagram síðu sinni.


„Ég er stoltur af því að hljóta viðurkenningu frá öðrum atvinnumönnum, og vera valinn í PFA lið tímabilsins 2024/25," stendur í yfirlýsingunni.

„Fyrst og fremst vil ég þakka liðsfélögum mínum, og öllum þeim í Newcastle United sem hafa stutt mig alla leið. Ég er ekki á athöfninni í kvöld. Út af öllu því sem er í gangi, fannst mér það ekki vera rétt að vera þar. 

Ég hef haldið mér þöglum lengi, á meðan aðrir hafa talað. Þessi þögn hefur leyft öðrum að þrýsta fram þeirra hlið málsins, þó að þeir viti að það er ekki það sama og var sagt og samþykkt bakvið luktar dyr.

Raunveruleikinn er að loforð voru gefin út og félagið hefur vitað hvar ég stend lengi. Að láta eins og þessi vandamál séu aðeins að byrja núna er villandi.

Þegar loforð eru gefin og brotin, og traustið er farið, getur sambandið ekki haldið áfram. Þannig eru hlutirnir hjá mér núna - og ástæðan fyrir því að breytingar er besti kosturinn fyrir alla, ekki bara fyrir mig sjálfann," skrifaði Alexander Isak á Instagram síðu sína.


Athugasemdir
banner
banner