Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
   mán 18. ágúst 2025 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hvernig er þetta ekki vítaspyrna?"
Matheus Cunha fór niður í teignum.
Matheus Cunha fór niður í teignum.
Mynd: EPA
William Saliba, varnarmaður Arsenal.
William Saliba, varnarmaður Arsenal.
Mynd: EPA
Segja má að það hafi verið tvö umdeilt dómaraatvik í stórleik Manchester United og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Leikurinn endaði með 0-1 sigri Arsenal en sigurmarkið kom eftir hornspyrnu. Í því marki vildu einhverjir fá dæmda aukaspyrnu þar sem farið var inn í Altay Bayindir, markvörð United. Hins vegar var ekkert dæmt á það.

„Alls ekkert brot," sagði fyrrum dómarinn Demot Gallagher þegar farið var yfir atvikið á Sky Sports í dag.

„Hann er ekki nægilega sterkur," sagði Jay Bothroyd, sem lék lengi vel í ensku úrvalsdeildinni um atvikið og var þá að tala um Bayindir í marki United.

Svo var atvik í seinni hálfleik þar sem Matheus Cunha fór niður í teignum eftir tæklingu William Saliba. United vildi þar fá vítaspyrnu en Simon Hooper dæmdi ekkert.

„Ég var ekki sannfærður um að þetta væri vítaspyrna," sagði Gallagher. „Ég held að þetta sé ekki eitthvað sem VAR-dómarinn er að fara að breyta."

Bothroyd skilur ekki hvernig það var ekki vítaspyrna dæmd þarna.

„Hvernig er þetta ekki vítaspyrna? Þetta er klárt víti. Ef þetta gerist við miðlínuna, þá er þetta aukaspyrna. Saliba fer í fótinn á honum. Ef Saliba er ekki þarna, þá fer Cunha ekki niður. Þetta er víti," sagði Bothroyd.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af vítaspyrnuatvikinu.


Athugasemdir
banner