Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
   mið 20. ágúst 2025 14:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Af hverju er Isak ekki búinn að biðja formlega um sölu?
Alexander Isak.
Alexander Isak.
Mynd: EPA
Það hefur mikið verið rætt og skrifað um framtíð Alexander Isak, sóknarmanns Newcastle, að undanförnu. Liverpool hefur reynt að kaupa Isak en Newcastle vill ekki selja hann fyrir minna en 150 milljónir punda.

Isak er ósáttur og hefur neitað að æfa. Hann hefur tjáð Newcastle að hann vilji fá tækifæri til að skoða í kringum sig en hann hefur ekki enn formlega beðið um sölu.

En af hverju hefur hann ekki beðið formlega um sölu?

BBC fjallar um málið og þar segir að Isak muni líklega tapa miklum fjármunum ef hann biður formlega um sölu.

Í öllum svona stórum samningum eru yfirleitt bónusar sem kallast tryggðarbónusar. Þetta eru yfirleitt frekar stórir bónusar sem leikmenn fá ef þeir standa við samninginn og allt sem felst í honum. Ef Isak biður um sölu, þá er það líklega brot á samningi og hann mun missa af þessum stóra bónus.

Það gæti mögulega flýtt öllu ferlinu ef hann biður formlega um sölu en hann hefur ekki gert það enn þó hann hafi farið ýmsar leiðir til að auglýsa sjálfan sig.


Athugasemdir
banner
banner