Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
   mán 18. ágúst 2025 10:58
Elvar Geir Magnússon
Doak í læknisskoðun hjá Bournemouth
Mynd: EPA
Bournemouth hefur komist að samkomulagi við Liverpool um kaup á kantmanninum Ben Doak fyrir 20 milljónir punda en upphæðin gæti hækkað um 5 milljónir punda eftir ákvæðum.

Þessi 19 ára leikmaður er á leið í læknisskoðun hjá Bournemouth.

Doak kemur til með að fylla í skarðið sem Dango Ouattara skilur eftir sig eftir að hann fór til Brentford.

Skotinn Doaek hefur heillað með Liverpool á undirbúningstímabilinu en hann hefur spilað tíu leiki fyrir aðallið Liverpool Á síðasta tímabili lék hann á láni með Middlesbrough.
Athugasemdir
banner