Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
   mið 20. ágúst 2025 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KÁ taplaust í sumar og flýgur upp í 3. deild
Mynd: Haukar
Kría 0 - 3 KÁ
0-1 Victor Gauti Wium Jóhannsson ('50 )
0-2 Ágúst Jens Birgisson ('60 )
0-3 Bjarki Sigurjónsson ('90 , Mark úr víti)

KÁ tryggði sér í gær sæti í 3. deild með því að leggja Kríu að velli í eina leik kvöldsins í 4. deildinni. KÁ, Knattspyrnufélag Ásvalla, er venslalið Hauka.

KÁ er með tólf stiga forskot á Árborg í 3. sætinu þegar einungis níu stig eru í pottinum. KÁ er þá með sex stiga forskot á KH í 2. sætinu og með 29 mörkum betri markatölu. KÁ þarf að vinna einn leik til viðbótar til að tryggja sér toppsætið, eða þá að KH misstigi sig.

Annað kvöld fer fram áhugaverður leikur þegar Árborg tekur á móti KH. Sex stig skilja liðin að og þarf Árborg að vinna til að halda einhverri von um að fara upp.

KÁ er taplaust í deildinni í sumar, ellefu sigrar og fimm jafntefli í sextán leikjum. EIna tap KÁ í sumar kom gegn KR í bikarnum.

Liðið hefur skorað 68 mörk og fengi á sig 21 mark í 4. deildinni. Bjarki Sigurjónsson, sem er markahæstur í deildinni, hefur skorað nítján mörk og Ágúst Jens Birgisson hefur skorað tólf mörk. Þeir voru báðir á skotskónum í á Seltjarnesi í gær.

Kristinn Aron Hjartarson er þjálfari KÁ.

Kría Christos Iliadis (m), Tómas Helgi Snorrason, Kristófer Þór Magnússon (90'), Guðmundur Gígjar Sigurbjörnsson, Gústaf Sigurðsson (57'), Ólafur Stefán Ólafsson, Kolbeinn Ólafsson, Einar Þórðarson, Magnús Birnir Þórisson (90'), Viktor Steinn Bonometti (77'), Skarphéðinn Traustason
Varamenn Jóhann Hrafn Jóhannsson (57'), Hallgrímur Daðason, Einar Örn Sigurðsson (90'), Haraldur Ingi Ólafsson (90'), Markús Þórðarson (77'), Atli Þór Jónsson

Magnús Kristófer Anderson (m), Bjarki Sigurjónsson, Kristján Ómar Björnsson, Brynjar Bjarkason (46'), Victor Gauti Wium Jóhannsson (79'), Arnór Pálmi Kristjánsson, Birkir Þór Guðjónsson (73'), Ágúst Jens Birgisson, Carlos Magnús Rabelo (73'), Nikola Dejan Djuric (61'), Sævar Gylfason
Varamenn Þórir Eiðsson, Baldur Örn Þórarinsson (73), Sindri Hrafn Jónsson, Egill Örn Atlason (61), Þórður Örn Jónsson (46), Andri Freyr Baldursson (73), Arnar Einarsson (79)
4. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KÁ 16 11 5 0 68 - 21 +47 38
2.    KH 15 10 2 3 41 - 23 +18 32
3.    Árborg 15 7 5 3 36 - 28 +8 26
4.    Elliði 15 6 5 4 30 - 27 +3 23
5.    Vængir Júpiters 15 5 7 3 29 - 28 +1 22
6.    Álftanes 15 5 3 7 24 - 31 -7 18
7.    Hafnir 15 5 1 9 30 - 42 -12 16
8.    Kría 16 3 4 9 26 - 40 -14 13
9.    KFS 15 4 1 10 24 - 56 -32 13
10.    Hamar 15 2 3 10 24 - 36 -12 9
Athugasemdir
banner