Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
   mán 18. ágúst 2025 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Formaður ÍBV: Oliver klárar tímabilið með okkur
Oliver fer til Króatíu eftir tímabilið.
Oliver fer til Króatíu eftir tímabilið.
Mynd: Raggi Óla
Hefur spilað mjög vel með ÍBV frá komu sinni.
Hefur spilað mjög vel með ÍBV frá komu sinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Heiðarsson er búinn að semja við króatíska félagið NK Lokomotiva Zagreb um að ganga í raðir félagsins eftir að tímabilinu á Íslandi lýkur. Hann getur þá fyrst byrjað að spila með liðinu í janúar.

Félagaskiptaglugginn er opinn í 19 daga í viðbót, út 5. september. Króatíska félagið hefur því möguleika á því að ná samkomulagi við ÍBV um að fá Oliver fyrr til sín. Félagið hefur hins vegar ekki reynt það.

Fótbolti.net ræddi við Þorlák Árnason, þjálfara ÍBV, eftir sigurinn á Val í gær.

„Ég veit ekki hvort að Oliver klárar tímabilið eða ekki, ég hef ekkert blandað mér inn í það. Fyrst og fremst er ég gríðarlega ánægður fyrir hans hönd að verða atvinnumaður í fótbolta, hann er búinn að dreyma um það lengi. Hann er ennþá að ná sér eftir meiðsli, lenti í mjög erfiðum meiðslum, við þurfum ennþá að passa upp á hann. Það er það sem ég er að hugsa um. Það er á milli stjórn knattspyrnudeildar og Olivers hvað gerist. Hann verður með okkur í næsta leik á móti FH og svo verður það bara koma í ljós. Við ræðum heima og geyma, en ég hef bara ekkert með þetta að segja. Ég er bara gríðarlega sáttur með hans frammistöðu í dag og gríðarlega sáttur fyrir hans hönd að hann sé að fara erlendis, þó að það sé hræðilegt að missa hann," sagði Láki eftir leikinn.

Fótbolti.net ræddi svo við Magnús Sigurðsson, fornmann fótboltadeildar ÍBV, í dag.

„Það hefur ekki verið neitt samtal um að hann fari áður en tímabilið klárast. Hann klárar tímabilið með okkur, ég myndi segja að það sé útilokað að hann fari. Við höfum lítið sem ekkert rætt þetta, króatíska félagið hefur ekki sett sig í samband við okkur um þennan möguleika. Þeir vissu að hann myndi klára tímabilið með okkur þegar þeir fóru í viðræður við hann, og talað um að hann færi til þeirra eftir tímabilið. Það er ekki neitt í gangi með að hann fari eitthvað fyrr," segir Magnús.

Oliver er 24 ára, kraftmikill og fljótur sóknarmaður sem var besti leikmaður Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili. Tímabilið í ár hefur aðeins litast af meiðslum, en hann hefur skorað fjögur mörk í fjórtán leikjum í deild og bikar. Hann hefur lagt upp tvö mörk, þar af eitt í 4-1 sigrinum gegn Val í gær. ÍBV keyptir hann af FH vorið 2023.
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 19 11 4 4 47 - 28 +19 37
2.    Víkingur R. 19 10 5 4 34 - 24 +10 35
3.    Breiðablik 19 9 5 5 34 - 29 +5 32
4.    Stjarnan 19 9 4 6 36 - 31 +5 31
5.    Vestri 19 8 2 9 20 - 19 +1 26
6.    FH 19 7 4 8 36 - 31 +5 25
7.    Fram 18 7 4 7 28 - 25 +3 25
8.    ÍBV 19 7 3 9 20 - 26 -6 24
9.    KA 19 6 5 8 21 - 35 -14 23
10.    Afturelding 19 5 6 8 24 - 30 -6 21
11.    KR 18 5 5 8 39 - 41 -2 20
12.    ÍA 19 5 1 13 20 - 40 -20 16
Athugasemdir
banner