Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
   þri 19. ágúst 2025 15:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Tómas Bent: Alls ekki ósanngjörn spurning
Skrifaði undir þriggja ára samning hjá Hearts.
Skrifaði undir þriggja ára samning hjá Hearts.
Mynd: Hearts
Gekk í raðir Vals í vetur, greip stórt tækifæri í byrjun júní og leit ekki um öxl.
Gekk í raðir Vals í vetur, greip stórt tækifæri í byrjun júní og leit ekki um öxl.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vann Lengjudeildina með ÍBV í fyrra.
Vann Lengjudeildina með ÍBV í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
'Ég mat það bara þannig að fótboltaferill getur verið stuttur og það getur svo margt breyst á stuttum tíma'
'Ég mat það bara þannig að fótboltaferill getur verið stuttur og það getur svo margt breyst á stuttum tíma'
Mynd: Hearts
'Þótt báðir kostir væru góðir þá fannst mér ég ekki getað sleppt því að kýla á þetta risa tækifæri.'
'Þótt báðir kostir væru góðir þá fannst mér ég ekki getað sleppt því að kýla á þetta risa tækifæri.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Klúbburinn er búinn að setja sér stefnu sem að mér var kynnt og hvernig ég get komið inn í þetta og þróast sem leikmaður'
'Klúbburinn er búinn að setja sér stefnu sem að mér var kynnt og hvernig ég get komið inn í þetta og þróast sem leikmaður'
Mynd: Hearts
'Þetta er bara snillingur innan sem utan vallar'
'Þetta er bara snillingur innan sem utan vallar'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas Bent Magnússon var í upphafi mánaðar seldur til skoska félagsins Hearts frá Val og hefur frá komu sinni þegar komið við sögu í tveimur leikjum. Hann kom inn á í uppbótartíma í sigri gegn Aberdeen í deildinni og byrjaði svo í svekkjandi tapi gegn St. Mirren í deildabikarnum þar sem úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni.

Eyjamaðurinn átti virkilega gott tímabil í Bestu deildinni, var í lykilhlutverki hjá Val þegar liðið tengdi saman marga sigra, kom sér í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og á topp Bestu deildarinnar.

Hearts sýndi áhuga og eftir viðræður var tilboð skoska félagsins samþykkt og Tómas samdi við Edinborgarfélagið. Hann er annar leikmaðurinn sem Valur selur til Hearts, því Haraldur Björnsson fór þangað árið 2005.

Fótbolti.net ræddi við Tómas, sem er 23 ára miðjumaður, um félagaskiptin.

Verður öllum hjá Val ævinlega þakklátur
„Það er frábært að vera orðinn leikmaður Hearts. Aðdragandinn var stuttur þar sem ég heyri af þessu á föstudagsmorgni frá Val og er farinn út á miðvikudegi. Samtalið við Val var mjög gott þegar mér var sagt frá fyrsta boði og þeir skildu alveg hversu stórt tækifæri þetta var fyrir mig. Miðað við hvað Hearts vildi að þetta gerðist hratt þá gerði Valur allt til að ég gæti tekið skrefið og verð ég öllum hjá Val ævinlega þakklátur fyrir það."

„Það sem heillar mig er auðvitað hversu stór klúbburinn er og svo stefna félagsins, ég vissi ekkert rosalega mikið en vissi þó að Eggert Gunnþór hafði spilað hérna og að þetta væri risastór klúbbur hér í Skotlandi. Það var kannski ekki flókið að segja já við Hearts en auðvitað erfitt þar sem við Valsarar eru að keppast um báða titla og vorum í Evrópu. Maður átti gott spjall við alla nánustu og umboðsmanninn minn áður en ákvörðunin var tekin,"
segir Tómas.

Of gott tækifæri til að hafna
Er ósanngjarnt að spyrja sig af hverju þú ferð núna til Hearts, en ekki eftir tímabilið með Val?

„Ég sá þetta svolítið þannig að þetta væri of gott tækifæri til að hafna. Þótt báðir kostir væru góðir þá fannst mér ég ekki getað sleppt því að kýla á þetta risa tækifæri."

„Nei, það er alls ekki ósanngjarnt, ég mat það bara þannig að fótboltaferill getur verið stuttur og það getur svo margt breyst á stuttum tíma, tækifæri koma og fara og maður veit aldrei hvað getur skeð. 'Ef og hefði' og allt það."


Lykillinn góð liðsheild
Hvernig horfir þú á tímabilið með Val?

„Af því sem liðið er af mótinu, þá er þetta búið að vera gott tímabil og kemur mér ekkert á óvart þar sem þetta er hópur af geðveikum fótboltamönnum og skemmtilegur hópur líka. Við fengum smá skell á móti Stjörnunni og svo fórum við á gott skrið."

„Lykillinn er held ég bara liðsheildin. Við náðum í baráttusigur í Eyjum þar sem var ekkert spilaður samba bolti og þar byrjaði boltinn að rúlla."

„Þegar vel gengur, eykst umtal og hrós sem fylgir og er alltaf gaman á meðan vel gengur."


Ekkert alltof ólíkt Íslandi
Hvernig líst Tómasi á Edinborg og Skotland?

„Það er frábært að vera kominn til Edinborgar, flott borg svona það sem ég hef náð að skoða af henni, svo er líka alltaf hátíð allan ágúst sem er í gangi þannig það er nóg að gera. Ég flutti inn í íbúð sem er í miðborginni í síðustu viku og er hægt og rólega að koma mér fyrir. Ég er mjög spenntur að kynnast lífinu í Skotlandi, en held að þetta sé nú ekkert alltof ólíkt Íslandi."

„Markmið félagsins er að gera töluvert betur en í fyrra og keppast um efstu sætin. Klúbburinn er búinn að setja sér stefnu sem að mér var kynnt og hvernig ég get komið inn í þetta og þróast sem leikmaður."


Alltaf dreymt um atvinnumennsku
Hvernig voru atvinnumennsku draumar Tómasar?

„Þeir hafa alltaf verið til staðar, það var ekki einhver einn ákveðinn dagur sem ég fór að hugsa hvort ég gæti orðið það eða ekki. Maður hefur bara alltaf lagt sig allan fram, hugsað vel um sig og vonað að það dygði til að fá tækifæri eins og þetta."

Full trú á að Valur klári báða titla
Hvernig verður að fylgjast með Val út þetta tímabil?

„Það hefur verið skrítið og verður skrítið, en gaman líka. Ég hef fulla trú á að þeir klári báða titla og það verður geggjað að sjá þann fyrri vonandi fara á loft seinna í þessari viku," segir Tómas.

Geðveikur leikmaður sem yndislegt er að spila með
Að lokum er hann spurður út í fyrrum samherja sinn, Patrick Pedersen, sem fyrr í þessum mánuði sló markametið í Bestu deildinni. Hversu góður er danski framherjinn?

„Patrick! Þetta er bara snillingur innan sem utan vallar. Hann er geðveikur leikmaður, það er yndislegt að spila með honum því hann er einhvern veginn alltaf á réttum stað inni í boxi og veit alltaf hvar markið er og þefar upp þessi mörk."

Er eitthvað í honum sem þú hefur ekki séð í öðrum?

„Það er alltaf hægt að dúndra boltanum í hann hvar sem er á vellinum þegar það er eitthvað vesen, en það sem ég hef hvergi séð áður er hvernig hann getur drepið boltann svona með tökkunum með mann í bakinu, alveg sama hversu fast boltinn kemur til hans, það er pínu erfitt að lýsa þessu en það er rosalegt að sjá þetta," segir Tómas að lokum.

Næsti leikur Hearts verður í skosku úrvalsdeildinni á laugardag þegar Motherwell kemur í heimsókn.
Athugasemdir
banner