Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
   mið 20. ágúst 2025 13:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Roma gefst ekki upp á Sancho
Mynd: EPA
Roma hefur samkvæmt heimildum Sky Sports ekki gefist upp á tilraun sinni til að landa Jadon Sancho frá Manchester United.

Gian Piero Gasperini, stjóri Roma, er sagður vera sá sem keyri hugmyndina áfram - hann sé mjög hrifinn af Sancho sem leikmanni.

Roma hefur boðið 20 milljónir punda sem United er tilbúið að samþykkja, en það sé undir leikmanninum komið.

Á þessum tímapunkti vill Sancho skoða aðra kosti, hann vill fá hærri laun en þau sem eru í boði hjá Roma.

Besiktas og Dortmund eru á meðal félaga sem fylgjast með stöðu mála hjá Sancho sem er alls ekki inni í myndinni á Old Trafford.
Athugasemdir
banner
banner