Sparkspekingarnir Gary Neville og Jamie Carragher opinberuðu spádóma sína fyrir keppnistímabilið í Monday Night Football á Sky Sports í gær.
Fyrsta umferð deildarinnar kláraðist í gærkvöldi og ákváðu þeir félagar að spá í spilin.
Fyrsta umferð deildarinnar kláraðist í gærkvöldi og ákváðu þeir félagar að spá í spilin.
Neville spáir Arsenal Englandsmeistaratitlinum á meðan Carragher spáir því að sínir gömlu félagar í Liverpool haldi titlinum.
Báðir eru þeir með Arsenal, Liverpool og Manchester City í topp fjórum á meðan Neville gerist svo djarfur að setja sitt gamla félag, Manchester United, í topp fjóra. United endaði í 15. sæti á síðasta tímabili en leit vel út í fyrstu umferð gegn Arsenal. Carragher setur Chelsea í topp fjóra en telur að United geti blandað sér í Evrópubaráttu.
Carragher spáir því að Wolves, Sunderland og Burnley fari niður á meðan Neville segir Leeds fari niður frekar en Sunderland.
Þeir spá því báðir að Erling Haaland verði markahæsti leikmaður deildarinnar
Neville segir að Rúben Amorim, stjóri Man Utd, sé stjórinn til að fylgjast með á tímabilinu en Carragher fór þá að hlæja. „Af hverju ertu að hlæja? Þetta er vanvirðing," sagði Neville þá. „Þú velur stjóra Man Utd á hverju ári," sagði Carragher.
Neville telur að Amorim muni ná árangri með United og hefur hann trú á Portúgalanum, en það geti þó myndast mikil pressa á hann ef illa gengur í byrjun tímabils.
Hér fyrir neðan má sjá spádómana í heild sinni.
Athugasemdir