Ben Doak er genginn til liðs við Bournemouth frá Liverpool. Kaupverðið er í kringum 25 milljónir punda. Hann skrifar undir fimm ára samning við félagið.
Liverpool hefur selt leikmenn fyrir rúmlega 227 millljónir punda í sumar.
Liverpool hefur selt leikmenn fyrir rúmlega 227 millljónir punda í sumar.
Liverpool getur keypt hann aftur fyrir ákveðna upphæð en félagið lét sömu klásúlu fylgja þegar það seldi Jarell Quansah til Leverkusen fyrr í sumar.
Bournemouth vann mikla baráttu um leikmanninn en önnur félög í úrvalsdeildinni ásamt Porto höfðu áhuga á honum.
Doak er 19 ára gamall Skoti sem gekk til liðs við Liverpool frá Celtic árið 2022. Hann spilaði tíu leiki fyrir liðið. Hann var á láni hjá Middlesbrough í Championship deildinni á síðustu leiktíð. Hann spilaði 24 leiki í Championship deildinni, skoraði þrjú mörk og lagði upp sjö.
Hann mun spila í treyju númer 11 hjá Bournemouth.
Catch him if you can ???????? pic.twitter.com/4VXcGzrwlU
— AFC Bournemouth ???? (@afcbournemouth) August 18, 2025
Athugasemdir