Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
   mið 20. ágúst 2025 10:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ef hann myndi skora þá væri hann ekki á Íslandi
Valdimar Þór Ingimundarson.
Valdimar Þór Ingimundarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valdimar Þór Ingimundarson hefur aðeins skorað tvö mörk í 17 leikjum með Víkingi í Bestu deildinni í sumar. Bæði þessi mörk komu í 4-0 sigri Víkinga á KA í upphafi móts.

Valdimar hefur þrátt fyrir það verið einn hættulegasti sóknarmaður Víkinga, en hann er ekki að ná að skora.

„Ég hef ekkert verið að fela það að þetta er einn af mínum uppáhalds mönnum í deildinni, en hann er kominn með tvö mörk og bæði á móti KA í 4-0 sigri," sagði Valur Gunnarsson í Innkastinu.

„Þeir verða að fá meira frá honum þarna. 'Endproductið' verður að vera sterkara hjá honum."

„Ef hann myndi skora, þá væri hann ekkert á Íslandi," sagði Tómas Þór Þórðarson. „Það er eitthvað við skotin og færin sem hann kemur sér í. Svo er hann líka svolítið smeykur við að skjóta, gefur frekar. Auðvitað væri maður til í meira af þessu en fyrir utan þetta hefur hann verið frábær."

Hægt er að hlusta á Innkastið í heild sinni hér fyrir neðan.
Innkastið - Gamlir draugar hjá Val, ÍA fallið og deilt um dóm
Athugasemdir
banner
banner