City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
Guðni Eiríks: Skortur á fókus
Thelma Karen: Það verður fróðlegt að sjá sendingarhlutfallið
Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Álfhildur Rósa: Við samgleðjumst honum heldur betur
Einar Guðna: Þetta var þroskuð frammistaða
Nik: Aðal fókusinn er Breiðablik
Óli Kristjáns: Þetta snerist ekkert um það
Segir þetta varla gerast súrara - „Þú getur hringt í mig á morgun“
„Skuldum stuðningsmönnunum að taka á móti titlinum heima eftir tapið í fyrra“
Jökull óskar Víkingum til hamingju með titilinn: „Ekkert sálfræðistríð í því“
Gylfi: Ef við klárum þetta þá verður þetta sætara
Sigurjón um Rúnar: Einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
Hrannar Snær: Við ætlum að halda okkur uppi
Birnir Snær: 5-10 mínútur þar sem við vorum ekki seigir
Haddi Jónasar: Ég ætla ekki að henda Tönning undir rútuna
Maggi Már: Strætó #15 rúllar í gegnum allan Mosfellsbæinn og fer beint niður á Meistaravelli og stoppar þar fyrir utan
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
   mán 18. ágúst 2025 22:35
Kjartan Leifur Sigurðsson
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Galdur í leik kvöldsins.
Galdur í leik kvöldsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Galdur Guðmundsson skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri KR gegn Fram í kvöld. Þetta var hans fyrsti byrjunarliðsleikur fyrir KR frá því að hann kom frá Horsens í sumarglugganum.

Lestu um leikinn: Fram 0 -  1 KR

„Ég er gífurlega sáttur með þetta, mikilvægt að ná í þrjú stig í dag. Þessi stig eru stór fyrir okkur í þeirri stöðu sem við erum í í deildinni," segir Galdur í leikslok.

KR-ingar lágu djúpt til baka undir lok leiks og þurftu að harka til þess að ná inn stigunum þremur.

„Við vorum góðir í því. Ef þu rýnir í töfluna þá voru þessi þrjú stig mjög mikilvæg og við vorum bara tilbúnir í það að leggja smá aukalega á okkur til þess að ná í þessi stig í dag. Ég er gífurlega sáttur með það."

Galdur hafði ekki verið lengi í herbúðum Horsens í Danmörku þegar hann skrifaði undir hjá KR í sumar.

„Óskar var áhugasamur um að fá mig í KR og ég hafði ekki verið á fá þann spiltíma sem ég bjóst við að fá þegar ég skrifaði undir hjá Horsens. Ég var ósátur og vildi spila fótbolta. Óskar þekkir mig sem leikmann, þjálfaði mig í Breiðablik. Mér fannst þetta rétta múvið fyrir mig."

Galdur segir að félagaskipti til Breiðabliks hafi líka verið möguleiki en hann lék með Blikum áður en hann fór út í atvinnumennsku.

„Það var möguleiki en mér leist betur á KR."


Athugasemdir
banner