Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
   mán 18. ágúst 2025 22:35
Kjartan Leifur Sigurðsson
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Galdur í leik kvöldsins.
Galdur í leik kvöldsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Galdur Guðmundsson skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri KR gegn Fram í kvöld. Þetta var hans fyrsti byrjunarliðsleikur fyrir KR frá því að hann kom frá Horsens í sumarglugganum.

Lestu um leikinn: Fram 0 -  1 KR

„Ég er gífurlega sáttur með þetta, mikilvægt að ná í þrjú stig í dag. Þessi stig eru stór fyrir okkur í þeirri stöðu sem við erum í í deildinni," segir Galdur í leikslok.

KR-ingar lágu djúpt til baka undir lok leiks og þurftu að harka til þess að ná inn stigunum þremur.

„Við vorum góðir í því. Ef þu rýnir í töfluna þá voru þessi þrjú stig mjög mikilvæg og við vorum bara tilbúnir í það að leggja smá aukalega á okkur til þess að ná í þessi stig í dag. Ég er gífurlega sáttur með það."

Galdur hafði ekki verið lengi í herbúðum Horsens í Danmörku þegar hann skrifaði undir hjá KR í sumar.

„Óskar var áhugasamur um að fá mig í KR og ég hafði ekki verið á fá þann spiltíma sem ég bjóst við að fá þegar ég skrifaði undir hjá Horsens. Ég var ósátur og vildi spila fótbolta. Óskar þekkir mig sem leikmann, þjálfaði mig í Breiðablik. Mér fannst þetta rétta múvið fyrir mig."

Galdur segir að félagaskipti til Breiðabliks hafi líka verið möguleiki en hann lék með Blikum áður en hann fór út í atvinnumennsku.

„Það var möguleiki en mér leist betur á KR."


Athugasemdir
banner