Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
   mán 18. ágúst 2025 22:35
Kjartan Leifur Sigurðsson
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Galdur í leik kvöldsins.
Galdur í leik kvöldsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Galdur Guðmundsson skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri KR gegn Fram í kvöld. Þetta var hans fyrsti byrjunarliðsleikur fyrir KR frá því að hann kom frá Horsens í sumarglugganum.

Lestu um leikinn: Fram 0 -  1 KR

„Ég er gífurlega sáttur með þetta, mikilvægt að ná í þrjú stig í dag. Þessi stig eru stór fyrir okkur í þeirri stöðu sem við erum í í deildinni," segir Galdur í leikslok.

KR-ingar lágu djúpt til baka undir lok leiks og þurftu að harka til þess að ná inn stigunum þremur.

„Við vorum góðir í því. Ef þu rýnir í töfluna þá voru þessi þrjú stig mjög mikilvæg og við vorum bara tilbúnir í það að leggja smá aukalega á okkur til þess að ná í þessi stig í dag. Ég er gífurlega sáttur með það."

Galdur hafði ekki verið lengi í herbúðum Horsens í Danmörku þegar hann skrifaði undir hjá KR í sumar.

„Óskar var áhugasamur um að fá mig í KR og ég hafði ekki verið á fá þann spiltíma sem ég bjóst við að fá þegar ég skrifaði undir hjá Horsens. Ég var ósátur og vildi spila fótbolta. Óskar þekkir mig sem leikmann, þjálfaði mig í Breiðablik. Mér fannst þetta rétta múvið fyrir mig."

Galdur segir að félagaskipti til Breiðabliks hafi líka verið möguleiki en hann lék með Blikum áður en hann fór út í atvinnumennsku.

„Það var möguleiki en mér leist betur á KR."


Athugasemdir
banner
banner