Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
   þri 19. ágúst 2025 09:43
Elvar Geir Magnússon
Hraðasti leikmaður Ítalíu til Wolves (Staðfest)
Jackson Tchatchoua.
Jackson Tchatchoua.
Mynd: Wolves
Jackson Tchatchoua hefur verið keyptur til Wolves frá ítalska A-deildarliðinu Hellas Verona fyrir 10,8 milljónir punda.

Þessi 23 ára kamerúnski landsliðsmaður getur spilað sem hægri bakvörður eða vængbakvörður og var hraðasti leikmaður ítölsku A-deildarinnar á síðasta tímabili samkvæmt mælingum.

Tchatchoua fæddist í Belgíu og hóf sinn feril hjá Charleroi. Hann var á láni í eitt ár hjá Hellas Verona áður en hann gekk alfarið í raðir félagsins.

Á síðasta tímabili skoraði hann tvö mörk og átti þrjár stoðsendingar í 37 leikjum fyrir Hellas.

Hann er fimmti leikmaðurinn sem Úlfarnir fá í sumarglugganum. Félagið fékk Jörgen Strand Larsen alfarið eftir vel heppnaða lánsdvöl og krækti einnig í Fer Lopez, Jhon Arias og David Möller Wolfe.


Athugasemdir
banner