„Ég spái því að liðið endi um miðja deild, níunda eða tíunda sæti." segir Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, þegar hann er spurður að því hvar hann spái því að liðið endi þetta tímabilið.
United tapaði 0-1 gegn Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær.
United tapaði 0-1 gegn Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær.
„Annað tap og ekkert mark skorað. Það er enn þetta áhyggjuefni. Manni finnst United ekki hafa tvö eða þrjú mörk í sér. Ég heyri talað um að vera stoltir af frammistöðunni en leikurinn tapaðist."
„Umræða um að liðið hafi ekki verið leiðinlegt, en þú þarft að skora annars ertu alltaf undir pressu. Það fyrsta sem maður hugsar um United í fortíðinni eru markaskorararnir. Mér finnst kröfurnar og væntingarnar til liðsins ekki vera miklar."
Athugasemdir