Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
   þri 19. ágúst 2025 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sorgmæddur yfir skiptum Jacob Ramsey
Jacob Ramsey.
Jacob Ramsey.
Mynd: Newcastle
Miðjumaðurinn Jacob Ramsey skipti á dögunum frá Aston Villa til Newcastle. Kaupverðið er 40 milljónir punda.

Ramsey var fyrir nokkrum árum talinn einn efnilegasti leikmaður Englendinga þegar hann kom af krafti fram á sjónarsviðið með Villa. Það hefur aðeins hægst á honum síðustu árin en hann var samt mikilvægur hluti af hópnum hjá félaginu frá Birmingham; uppalinn leikmaður sem var í miklu dálæti hjá stuðningsmönnum og liðsfélögum.

Það er svo sannarlega hægt að færa rök fyrir því að Ramsey hefði aldrei verið seldur ef ekki verið fyrir PSR fjármálareglur ensku úrvalsdeildarinnar. Inn í þeim reglum skapað það pláss fyrir félögin að selja uppalda leikmenn, en það er svokallaður hreinn gróði innifalinn í því; félögin geta skráð það inn í bækur sínar sem hreinan gróða.

John McGinn, fyrirliði Aston Villa, segir það sorglegt að sjá Ramsey fara. „Það hafa verið forréttindi að deila búningsklefanum með þér og sérstökum minningum á vellinum."

„Það er sorglegt að við séum að missa frábæran leikmann, persónu og þar að auki uppalinn leikmann. En svona virðist fótboltinn bara vera í dag," skrifar McGinn.

Hjá Newcastle þekkja menn þessa tilfinningu því Elliot Anderson var seldur til Nottingham Forest af sömu ástæðu í fyrra.

Það er sorglegt fyrir Aston Villa að missa Ramsey en það var nauðsynlegt fyrir bókhaldið út af núverandi reglum.


Athugasemdir
banner