Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   sun 19. september 2021 16:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hreinskilinn Sindri viðurkennir að Leiknir átti að fá víti
Sindri Kristinn
Sindri Kristinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Finns.
Daníel Finns.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður ógeðslega vel með þetta. Ég held að við unnum síðast í deildinni gegn Blikum fyrir sjö umferðum. Við erum búnir að bíða lengi eftir þessum sigri og ég held að sigurinn gegn HK í bikarnum hafi gefið okkur rosalega mikið inn í þennan leik," sagði Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, eftir sigur gegn Leikni.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  1 Keflavík

„Ógeðslega ánægður að halda hreinu. Við erum komnir með 5 eða 6 clean sheets í deildinni. Erum svolítið upp og niður eins og er oft hjá nýliðum. Stundum byrja mörkin að leka. Þegar þú heldur hreinu þá þarftu bara eitt mark eins og sýndi sig í dag."

Leiknismenn vildu fá tvær vítaspyrnu í leiknum og í öðru atvikinu var Sindri í sviðsljósinu. Hann virtist fara í Daníel Finns Matthíasson sem féll við í teignum. Hafa Leiknismenn eitthvað til síns máls?

„Já, allavega í einu atvikinu. Það hefði alveg verið hægt að dæma víti á mig ef ég á að vera fullkomlega hreinskilinn. Við hefðum líka átt að fá víti hinu megin en ég nenni ekki að vera afsaka mig eitthvað þannig en jú, þetta var víti."

Þú ferð alveg klárlega í hann? „Já, ég kem eins nálægt og ég get, renn mér hnjánum og hann gerir rosalega vel að koma boltanum aðeins til hliðar og lætur mig koma á sig. Þetta var hrikalega vel gert hjá Danna, hann er bara geggjaður leikmaður. En hann dæmdi ekki og við erum ánægðir með það. í þessu tiltekna atvikið hefði ég viljað fá víti ef þetta hefði verið liðsfélagi minn."

Þannig þú hugsar í þessu atviki að dómarinn væri að fara dæma víti? „Já, ég var bara að bíða eftir flautinu sko. Ég var mjög glaður þegar það kom ekki. Danni kom síðan til mín og spurði mig hvort þetta hefði ekki örugglega verið víti og ég reyndi að segja sem minnst. Hann getur skoðað þetta viðtal á eftir og séð að þetta var örugglega víti," sagði Sindri.

Nánar er rætt við Sindra í spilaranum að ofan. Hann er meðal ananrs spurður út í sína framtíð og hvort Brynjar Hlöðversson hefði átt að fá rautt spjald.
Athugasemdir