Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   sun 19. september 2021 16:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hreinskilinn Sindri viðurkennir að Leiknir átti að fá víti
Sindri Kristinn
Sindri Kristinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Finns.
Daníel Finns.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður ógeðslega vel með þetta. Ég held að við unnum síðast í deildinni gegn Blikum fyrir sjö umferðum. Við erum búnir að bíða lengi eftir þessum sigri og ég held að sigurinn gegn HK í bikarnum hafi gefið okkur rosalega mikið inn í þennan leik," sagði Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, eftir sigur gegn Leikni.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  1 Keflavík

„Ógeðslega ánægður að halda hreinu. Við erum komnir með 5 eða 6 clean sheets í deildinni. Erum svolítið upp og niður eins og er oft hjá nýliðum. Stundum byrja mörkin að leka. Þegar þú heldur hreinu þá þarftu bara eitt mark eins og sýndi sig í dag."

Leiknismenn vildu fá tvær vítaspyrnu í leiknum og í öðru atvikinu var Sindri í sviðsljósinu. Hann virtist fara í Daníel Finns Matthíasson sem féll við í teignum. Hafa Leiknismenn eitthvað til síns máls?

„Já, allavega í einu atvikinu. Það hefði alveg verið hægt að dæma víti á mig ef ég á að vera fullkomlega hreinskilinn. Við hefðum líka átt að fá víti hinu megin en ég nenni ekki að vera afsaka mig eitthvað þannig en jú, þetta var víti."

Þú ferð alveg klárlega í hann? „Já, ég kem eins nálægt og ég get, renn mér hnjánum og hann gerir rosalega vel að koma boltanum aðeins til hliðar og lætur mig koma á sig. Þetta var hrikalega vel gert hjá Danna, hann er bara geggjaður leikmaður. En hann dæmdi ekki og við erum ánægðir með það. í þessu tiltekna atvikið hefði ég viljað fá víti ef þetta hefði verið liðsfélagi minn."

Þannig þú hugsar í þessu atviki að dómarinn væri að fara dæma víti? „Já, ég var bara að bíða eftir flautinu sko. Ég var mjög glaður þegar það kom ekki. Danni kom síðan til mín og spurði mig hvort þetta hefði ekki örugglega verið víti og ég reyndi að segja sem minnst. Hann getur skoðað þetta viðtal á eftir og séð að þetta var örugglega víti," sagði Sindri.

Nánar er rætt við Sindra í spilaranum að ofan. Hann er meðal ananrs spurður út í sína framtíð og hvort Brynjar Hlöðversson hefði átt að fá rautt spjald.
Athugasemdir
banner