Manchester United hefur neitað fyrir stórt rifrildi í búningsklefanum eftir 1-3 tapið gegn Brighton síðasta laugardag.
Það voru fréttir um það í breskum fjölmiðlum í gær að mikið rifrildi hefði verið í búningsklefanum eftir tapið. Það var fjallað um það að Bruno Fernandes, fyrirliði Man Utd, hefði rifist heiftarlega við Scott McTominay.
Svo hefðu miðverðirnir Lisandro Martinez og Victor Lindelöf einnig riftist eftir leikinn.
Fabrizio Romano segir að þetta sé ekki rétt og að Erik ten Hag, stjóri Man Utd, sé með stjórn á stöðunni.
Man Utd hefur byrjað afskaplega illa og er aðeins með sex stig eftir fyrstu fimm leikina.
Athugasemdir