Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 19. október 2020 09:47
Magnús Már Einarsson
Hemmi Hreiðars áfram með Þrótt Vogum (Staðfest)
Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrrum landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson verður áfram þjálfari Þróttar Vogum á næstu leiktíð. Hermann tók við þjálfun Þróttar í sumar og fyrir tvær síðustu umferðirnar er Þróttur Vogum í þriðja sæti 2. deildar.

Þróttur hefur unnið 11 af 16 deildarleikjum undir hans stjórn, tapað aðeins tveimur leikjum og eru í harðri toppbaráttu þegar tvær umferðir eru eftir af Íslandsmótinu.

„Ég er ánægður í dag,“ sagði Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri Þróttar Vogum.

„Hermann er metnaðarfullur og faglegur í allri sinni vinnu og viðhorfi til félagsins. Það ríkir mikil ánægja með hans störf meðal leikmanna, stjórnarliða sem og allra Vogabúa. Þrátt fyrir mikla óvissu með mótamálin þá erum við staðráðin að halda áfram á sömu braut hver svo sem ákvörðun KSÍ verður með framhaldið," sagði Marteinn að lokum.

„Það tókst að kveikja vel í þessu í sumar, það er frábært að fá að starfa með öllu þessu fólki sem brennur af ástríðu fyrir félagið og samfélagið. Þrátt fyrir að tveir leikir séu eftir og mikil óvissa með framhaldið þá er árangurinn til þessa frábær, ég á ekki von á öðru en með stuðningi bæjarbúa og annara þá höldum við áfram þeirri vinnu á næsta ári," sagði Hermann Hreiðarsson.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner