Arnar Laufdal gerði sér lítið fyrir og var með sex rétta þegar hann spáði í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Deildin heldur áfram að rúlla á morgun og verður nóg að gera um hátíðarnar. Það er líka nóg að gera í pílunni um jólin en Páll Sævar Guðjónsson, rödd pílunnar á Íslandi, spáir í leikina að þessu sinni.
Deildin heldur áfram að rúlla á morgun og verður nóg að gera um hátíðarnar. Það er líka nóg að gera í pílunni um jólin en Páll Sævar Guðjónsson, rödd pílunnar á Íslandi, spáir í leikina að þessu sinni.
Newcastle 1 - 0 Chelsea (12:30 á morgun)
St. James park er alltaf erfiður völlur að heimsækja. Newcastle hefur ekki verið að spila vel undanfarið. Mikið um meiðsli hjá þeim sem stendur, Chelsea hefur fengið á sig fæst mörk í deildinni en þeir fá á sig eitt mark í þessum leik sem endar 1 - 0 fyrir heimamenn.
Bournemouth 3 - 0 Burnley (15:00 á morgun)
Þetta verður auðveldur dagur á skrifstofunni fyrir heimamenn. Bournemouth átti frábæran leik gegn Man. Utd. á dögunum. Þeir spila skemmtilegan bolta og hafa verið óheppnir að klára ekki sína leiki að undanförnu. 3-0 og Semenyo setur öll mörkin.
Brighton 0 - 0 Sunderland (15:00 á morgun)
Bárattan um miðjuna verður ekki skemmtilegur leikur. Sunderland eru þó sigurstranglegri í þessum leik en því miður steindautt 0-0.
Man City 4 - 0 West Ham (15:00 á morgun)
Þetta verður leikur kattarins að músinni. Man City hefur verið á miklu skriði undanfarið og það er ekkert sem getur stoppað Haaland. Hann er einfaldlega besti framherjinn í deildinni og það halda honum engin bönd í þessum leik. 4-0 fyrir City og Haaland setur tvö í þessum leik og klúðrar dauðafæri til að tryggja þrennuna.
Wolves 0 - 2 Brentford (15:00 á morgun)
Úlfarnir hafa ekki unnið leik á þessu tímabili og það breytist ekki um helgina. Liðið er hvorki fugl né fiskur og leikmenn eins og höfuðlaus her. Vörnin er hriplek hjá þeim og Brentford sigrar leikinn 2-0
Tottenham 2 - 3 Liverpool (17:30 á morgun)
Þetta er stærsti leikur helgarinnar. Það hefur ekkert gengið hjá Tottenham að undanförn á meðan Liverpool hefur verið að rétta úr kútnum. Það er alltaf mikið um mörk þegar þessi lið eigast við. Dominik Szoboszlai er tæpur fyrir þennan leik en hann hefur verið besti maður Liverpool það sem af er. Liverpool tekur þennan leik 3-2.
Everton 0 - 2 Arsenal (20:00 á morgun)
Þetta verður athyglisverður leikur. Everton er ekkert að byrja neitt vel á sínum nýja heimavelli. Óvíst er hvort Jack Grealish verði með Everton að þessu sinni svo er Arsenal bara of stórt númer fyrir Everton. Auðveldur 2-0 sigur fyrir þá rauðklæddu.
Leeds 0 - 3 Crystal Palace (20:00 á morgun)
Crystal Palace er með mjög skemmtilegt lið og hafa staðið sig vel. Hafa einungis fengið á sig 15 mörk eins og Chelsea. Það hefur ekkert gengið hjá Leeds og stuðningsmenn ekki sáttir með gang mála hjá þeim. Þetta er öruggur 3-0 sigur fyrir Palace.
Aston Villa 2 - 1 Man Utd (16:30 á sunnudag)
Þetta verður hörku leikur. Man. Utd eru staðráðnir í því að gera betur í þessum leik en í jafnteflisleiknum gegn Bournemouth. Málið er bara það að Aston Villa hefur verið að spila vel og hafa ekki tapað leik síðan 1. Nóvember. Það er mikið sjálfstaust í liðinu og þeir vinna þennan leik 2-1.
Fulham 2 - 0 Nottingham Forest (20:00 á mánudag)
Þetta eru tvö lið sem hefur verið gaman að fylgjast með. Bæði algjörlega óútreiknanleg. Nottingham Forest virðist vinna annan hvern leik. Þeir unnu leik um síðastliðna helgi og þá liggur það ljóst fyrir að Fulham vinnur þennan leik 2-0.
Fyrri spámenn:
Arnar Laufdal (6 réttir)
Óskar Borgþórs (6 réttir)
Sævar Atli (6 réttir)
Ísak Bergmann (6 réttir)
Sandra Erlingsdóttir (5 réttir)
Björn Bragi (5 réttir)
Hjammi (5 réttir)
Martin Hermanns (5 réttir)
Viktor Bjarki (4 réttir)
Nablinn (4 réttir)
Helgi Guðjónsson (4 réttir)
Thelma Karen (4 réttir)
Tumi Þorvars (4 réttir)
Gummi Ben (4 réttir)
Siggi Höskulds (3 réttir)
Valgeir Valgeirs (2 réttir)
Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 16 | 11 | 3 | 2 | 30 | 10 | +20 | 36 |
| 2 | Man City | 16 | 11 | 1 | 4 | 38 | 16 | +22 | 34 |
| 3 | Aston Villa | 16 | 10 | 3 | 3 | 25 | 17 | +8 | 33 |
| 4 | Chelsea | 16 | 8 | 4 | 4 | 27 | 15 | +12 | 28 |
| 5 | Crystal Palace | 16 | 7 | 5 | 4 | 20 | 15 | +5 | 26 |
| 6 | Man Utd | 16 | 7 | 5 | 4 | 30 | 26 | +4 | 26 |
| 7 | Liverpool | 16 | 8 | 2 | 6 | 26 | 24 | +2 | 26 |
| 8 | Sunderland | 16 | 7 | 5 | 4 | 19 | 17 | +2 | 26 |
| 9 | Everton | 16 | 7 | 3 | 6 | 18 | 19 | -1 | 24 |
| 10 | Brighton | 16 | 6 | 5 | 5 | 25 | 23 | +2 | 23 |
| 11 | Tottenham | 16 | 6 | 4 | 6 | 25 | 21 | +4 | 22 |
| 12 | Newcastle | 16 | 6 | 4 | 6 | 21 | 20 | +1 | 22 |
| 13 | Bournemouth | 16 | 5 | 6 | 5 | 25 | 28 | -3 | 21 |
| 14 | Fulham | 16 | 6 | 2 | 8 | 23 | 26 | -3 | 20 |
| 15 | Brentford | 16 | 6 | 2 | 8 | 22 | 25 | -3 | 20 |
| 16 | Nott. Forest | 16 | 5 | 3 | 8 | 17 | 25 | -8 | 18 |
| 17 | Leeds | 16 | 4 | 4 | 8 | 20 | 30 | -10 | 16 |
| 18 | West Ham | 16 | 3 | 4 | 9 | 19 | 32 | -13 | 13 |
| 19 | Burnley | 16 | 3 | 1 | 12 | 18 | 33 | -15 | 10 |
| 20 | Wolves | 16 | 0 | 2 | 14 | 9 | 35 | -26 | 2 |
Athugasemdir




