Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
   fös 28. nóvember 2025 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viktor Bjarki spáir í 13. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Viktor Bjarki hefur farið hamförum með FC Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni.
Viktor Bjarki hefur farið hamförum með FC Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni.
Mynd: EPA
Haaland er búinn að vera magnaður.
Haaland er búinn að vera magnaður.
Mynd: EPA
Kemst Man Utd aftur á sigurbraut?
Kemst Man Utd aftur á sigurbraut?
Mynd: EPA
Óskar Borgþórsson, leikmaður Íslandsmeistara Víkings, gerði sér lítið fyrir og var með sex rétta þegar hann spáði í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Gerir Viktor Bjarki Daðason betur? Viktor Bjarki er einn efnilegasti leikmaður okkar Íslendinga um þessar mundir en hann er að gera stórkostlega hluti með FC Kaupmannahöfn.

Brentford 2 - 0 Burnley (15:00 á morgun)
Held að Brentford taki þetta þægilega.

Man City 3 - 1 Leeds (15:00 á morgun)
Haaland heldur áfram ruglinu, setur tvö og jafnvel þrjú.

Sunderland 1 - 2 Bournemouth (15:00 á morgun)
Verður jafn leikur en held að Bournemouth hendi í late winner.

Everton 1 - 1 Newcastle (17:30 á morgun)
Everton koma peppaðir inn í þennan leik eftir sigurinn á Man Utd. Newcastle jafnar metin og reyna að sækja sigurinn, en það gengur ekki.

Tottenham 2 - 1 Fulham (20:00 á morgun)
Tottenham lendir undir og þá búast flestir við enn einu tapinu, en þeir koma til baka og klára þetta.

Crystal Palace 2 - 3 Man Utd (12:00 á sunnudag)
Þetta verður leikur umferðarinnar. Man Utd byrjar illa og lendir undir en Mbeumo mætir svo og skorar tvö. Palace jafnar en De Ligt setur stemnings late winner.

Wolves 0 - 2 Aston Villa (14:05 á sunnudag)
Verður leiðinlegur leikur. Villa stjórnar leiknum allan tímann og tekur þetta þægilega.

Brighton 2 - 2 Nottingham Forest (14:05 á sunnudag)
Forest á mjög góðu skriði og king Danny Welbeck skorar tvö.

West Ham 2 - 1 Liverpool (14:05 á sunnudag)
Þessi martraðakafli heldur áfram hjá Liverpool. Bowen skorar og eitt sjálfsmark frá Van Dijk.

Chelsea 1 - 3 Arsenal (16:30 á sunnudag)
Arsenal eru alltof sterkir núna. Byrja á því að skora tvö en Estevao skorar enn og aftur. Svo klárar Arsenal þetta í lokin.

Fyrri spámenn:
Óskar Borgþórs (6 réttir)
Sævar Atli (6 réttir)
Ísak Bergmann (6 réttir)
Björn Bragi (5 réttir)
Hjammi (5 réttir)
Martin Hermanns (5 réttir)
Nablinn (4 réttir)
Helgi Guðjónsson (4 réttir)
Thelma Karen (4 réttir)
Tumi Þorvars (4 réttir)
Gummi Ben (4 réttir)
Valgeir Valgeirs (2 réttir)

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
7 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
8 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Bournemouth 16 5 6 5 25 28 -3 21
14 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
15 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir