Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
   fös 05. desember 2025 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sandra Erlings spáir í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Sandra er fyrirliði handboltalandsliðsins sem tekur núna þátt á HM.
Sandra er fyrirliði handboltalandsliðsins sem tekur núna þátt á HM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra spáir þrennu frá Haaland.
Sandra spáir þrennu frá Haaland.
Mynd: EPA
Heldur Arsenal áfram á sigurbraut?
Heldur Arsenal áfram á sigurbraut?
Mynd: EPA
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, var með þrjá rétta þegar hann spáði í leikina sem voru í miðri viku í ensku úrvalsdeildinni.

Næsta umferð hefst í hádeginu á morgun og að þessu sinni er það Sandra Erlingsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðs Íslands í handbolta, sem spáir í leikina. Stelpurnar okkar spila einmitt lokaleik sinn á HM á morgun þegar þær mæta Færeyjum.

Aston Villa 1 - 3 Arsenal (12:30 á morgun)
Aston Villa eru búnir að vera flottir en mínir menn í Arsenal eru betri og negla þennan leik 3-1.

Bournemouth 1 - 2 Chelsea (15:00 á morgun)
Er Chelsea ekki loksins að vakna til lífsins? Virka smá hrokafullir á mig enn spáum 1-2 sigri!

Everton 1 - 0 Nottingham Forest (15:00 á morgun)
Everton með geggjaðan heimavöll! Spáum því 1-0, mark á 92. mínútu!

Man City 4 - 1 Sunderland (15:00 á morgun)
Haaland okkar stelpnanna sér um þetta og setur þrjú.

Newcastle 2 - 0 Burnley (15:00 á morgun)
Burnley þarf að fara safna stigum. Þeir eru alltaf eitthvað að reyna og reyna en því miður tapa þeir að lokum 2-0.

Tottenham 2 - 1 Brentford (15:00 á morgun)
Besta vinkona mín heldur með Tottenham svo við setjum 2-1 á þann leik.

Leeds 1 - 3 Liverpool (17:30 á morgun)
Við erum ekki miklir Liverpool fans fólkið í kringum mig. Leeds með góðan heimavöll en Liverpool verða bara leiðinlega góðir og vinna 3-1 sigur.

Brighton 1 - 0 West Ham (14:00 á sunnudag)
West Ham að eiga lélega byrjun á þessu tímabili. Það heldur bara áfram og Brighton með mjög cute lið, taka þetta 1-0.

Fulham 1 - 1 Crystal Palace (16:30 á sunnudag)
Bæði lið svona MEH. Allir mjög tense að tapa og endar þetta í 1-1 jafntefli?

Wolves 1 - 3 Man Utd (20:00 á mánudag)
Væri klassískt United move að klúðra þessum leik en Wolves verður bara áfram á botninum eftir þennan leik. 1-3 endar þetta.

Fyrri spámenn:
Óskar Borgþórs (6 réttir)
Sævar Atli (6 réttir)
Ísak Bergmann (6 réttir)
Björn Bragi (5 réttir)
Hjammi (5 réttir)
Martin Hermanns (5 réttir)
Viktor Bjarki (4 réttir)
Nablinn (4 réttir)
Helgi Guðjónsson (4 réttir)
Thelma Karen (4 réttir)
Tumi Þorvars (4 réttir)
Gummi Ben (4 réttir)
Siggi Höskulds (3 réttir)
Valgeir Valgeirs (2 réttir)

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 14 10 3 1 27 7 +20 33
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Aston Villa 14 8 3 3 20 14 +6 27
4 Chelsea 14 7 3 4 25 15 +10 24
5 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
6 Sunderland 14 6 5 3 18 14 +4 23
7 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
8 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
9 Liverpool 14 7 1 6 21 21 0 22
10 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
13 Brentford 14 6 1 7 21 22 -1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 14 4 3 7 14 22 -8 15
17 Leeds 14 4 2 8 16 26 -10 14
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 14 3 1 10 15 28 -13 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner