Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
   fös 21. nóvember 2025 16:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar Borgþórs spáir í 12. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Óskar varð Íslandsmeistari með Víkingum í sumar.
Óskar varð Íslandsmeistari með Víkingum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Antoine Semenyo.
Antoine Semenyo.
Mynd: EPA
Verður Salah á skotskónum um helgina?
Verður Salah á skotskónum um helgina?
Mynd: EPA
Arsenal mætir nágrönnum sínum í Tottenham.
Arsenal mætir nágrönnum sínum í Tottenham.
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildin snýr aftur í hádeginu á morgun eftir landsleikjahlé. Nablinn var með fjóra rétta þegar hann spáði í síðustu umferð en Óskar Borgþórsson, leikmaður Íslandsmeistara Víkings, spáir í leikina að þessu sinni.

Óskar kom sterkur inn í lið Víkinga síðastliðið sumar en hann er án efa einn skemmtilegasti karakter deildarinnar.

Burnley 0 - 2 Chelsea (12:30 á morgun)
Fyrsti leikur umferðarinnar verður 0-2 útisigur hjá Chelsea, því miður. Estevao eldar Burnley varnarmennina og setur eitt og líka eitt assist.

Bournemouth 2 - 2 West Ham (15:00 á morgun)
Þessi leikur verður ekkert eðlilega skemmtilegur. Semenyo setur tvö og Liverpool kaupir hann í janúar. Mér er drullusama hverjir skora fyrir West Ham.

Brighton 1 - 1 Brentford (15:00 á morgun)
Brentford búnir að vera drullugóðir með Henderson á miðjunni (djöfull er hann góður) en þessi leikur fer bara 1-1, staðfest.

Fulham 1 - 0 Sunderland (15:00 á morgun)
Þetta er svona leikur sem enginn nennir að horfa á. Sunderland alltof hátt uppi eftir jafnteflið a móti Arsenal og tapa 1-0.

Liverpool 4 - 0 Nottingham Forest (15:00 á morgun)
Liverpool vélin er i revenge mode og slátrar Forest 4-0. Salah tvö og Gakpo tvö.

Wolves 1 - 2 Crystal Palace (15:00 á morgun)
Palace eru góðir og Wolves alveg skelfilegir. Palace nælir í sterkan útisigur og Strand Larsen minkar muninn undir lokin.

Newcastle 2 - 3 Man City (17:30 á morgun)
Þetta verður leikur helgarinnar 100%. Alltaf rosaleg stemning á St. James Park en það mun ekki stoppa Erling Haaland sem er lengst uppi þessa dagana og skorar þrennu, lofa.

Leeds 0 - 2 Aston Villa (14:00 á sunnudag)
Því miður fyrir stuðningmannaklúbb Leeds á Íslandi þá vinnur Aston Villa þennan leik sannfærandi.

Arsenal 1 - 0 Tottenham (16:30 á sunnudag)
Eins leiðinlegt lið og Arsenal er, sem allir vita, þá mun þessi leikur vera drepleiðinlegur. Arteta verður skíthræddur við Spurs og mun einhvern veginn skora snemma og bara loka þessum leik og vera hundleiðinlegir.

Man Utd 1 - 1 Everton (20:00 á mánudag)
The Amorim Job heldur áfram og fær Man Utd helvíti sterkt stig á heimavelli sem þeir verða gríðarlega sáttir með. Bruno jafnar úr viti á 93. mínútu eftir að Everton verður með svona 5 í xG.

Fyrri spámenn:
Sævar Atli (6 réttir)
Ísak Bergmann (6 réttir)
Björn Bragi (5 réttir)
Hjammi (5 réttir)
Martin Hermanns (5 réttir)
Nablinn (4 réttir)
Helgi Guðjónsson (4 réttir)
Thelma Karen (4 réttir)
Tumi Þorvars (4 réttir)
Gummi Ben (4 réttir)
Valgeir Valgeirs (2 réttir)

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner