Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
   fös 12. desember 2025 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Laufdal spáir í 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Arnar Laufdal.
Arnar Laufdal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nær Wirtz að gera eitthvað?
Nær Wirtz að gera eitthvað?
Mynd: EPA
Bournemouth fer á Old Trafford og Arnar spáir þeim sigri þar.
Bournemouth fer á Old Trafford og Arnar spáir þeim sigri þar.
Mynd: EPA
Sandra Erlingsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðs Íslands í handbolta, var með fimm rétta þegar hún spáði í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Arnar Laufdal spáir í leikina að þessu sinni. Arnar hefur undanfarið vakið mikla athygli fyrir gerð samfélagsmiðlamyndbanda. Hann hefur til dæmis starfað fyrir Breiðablik og KSÍ en hann starfaði áður á Fótbolta.net.

Chelsea 2 - 2 Everton (15:00 á morgun)
Chelsea búnir að vera á undarlegur róli síðustu leiki eftir að hafa unnið Barcelona og það mun halda áfram í þessum leik, seiglan í Everton mönnum mun reynast þeim erfið og Chelsea munu komast tvisvar yfir en Everton jafna í bæði skiptin.

Liverpool 3 - 0 Brighton (15:0 á morgun)
Ekki fræðilegur að tengdafaðir minn Eyþór Viðarsson og vinur til 25 ára Reynir Kristinsson fara á Anfield og labba af vellinum ekki með 3 stig í töskunni. Trylltur sigur gegn Inter í vikunni og þetta verður stóri Isak og Wirtz dagurinn ég sé það ekki klikka.

Burnley 0 - 2 Fulham (17.30 á morgun)
Verið æðislegt að sjá Harry Wilson blómstra hjá Fulham síðustu ár, skoraði lasið mark gegn Palace í síðustu umferð og verður aftur á skotskónum í þessum leik, einnig mun hann leggja upp mark í þessum leik. Einn besti spyrnumaður Premier League.

Arsenal 4 - 0 Wolves (20:00 á morgun)
Wolves eru ekki mikið betri en frændur þeirra í Úlfunum sem spila í 5. deild þessa dagana. Kósý sigur hjá Arsenal því miður.

Crystal Palace 1 - 1 Man City (14:00 á sunnudag)
Aldrei auðvelt að fara á Selhurst Park og þessi leikur endar alltaf með jafntefli, jafnvel sigur hjá Palace en finn lykt af jafntefli, City ekki nægilega stöðugir.

Nottingham Forest 2 - 1 Tottenham (14:00 á sunnudag)
Hélt að Thomas Frank myndi heldur betur rífa þetta Tottenham lið í gang en strákarnir hans Sean Dyche munu berja á þessum Tottenham strákum og MGW verður með sýningu eftir hann neitaði að fara til Spurs í sumar.

Sunderland 0 - 3 Newcastle (14:00 á sunnudag)
Litli leikurinn. Held að Sunderland verði alltof peppaðir í þessum leik, spennustigið gríðarlegt og þeir prjóni yfir sig. Woltemade setur tvö og Sunderland menn fljúga heldur betur á hausinn í þessum leik.

West Ham 1 - 2 Aston Villa (14:00 á sunnudag)
Einhver glataðasti heimavöllur Premier League sem ekkert lið hræðist að fara á. Villa verið sjóðandi og einn af mínum bestu vinum Morgan Rogers verður allt í öllu þarna.

Brentford 1 - 1 Leeds (16:30 á sunnudag)
Harðhausa slagur sem endar með jafntefli. Captain Fantastic, Jordan Henderson finnur ennið á Thiago sem skorar en Leeds munu finna leið til þess að jafna.

Man Utd 0 - 2 Bournemouth (20:00 á mánudag)
Er að sjá fyrir mér svipaða sviðsmynd og þegar liðin mættust á Old Trafford í fyrra þar sem Bournemouth unnu 0-3. Hversu týpískt að Bournemouth sem hafa ekki unnið leik síðan 26.október, fara í leikhús draumana og sækja þægilega 3 punkta.

Fyrri spámenn:
Óskar Borgþórs (6 réttir)
Sævar Atli (6 réttir)
Ísak Bergmann (6 réttir)
Sandra Erlingsdóttir (5 réttir)
Björn Bragi (5 réttir)
Hjammi (5 réttir)
Martin Hermanns (5 réttir)
Viktor Bjarki (4 réttir)
Nablinn (4 réttir)
Helgi Guðjónsson (4 réttir)
Thelma Karen (4 réttir)
Tumi Þorvars (4 réttir)
Gummi Ben (4 réttir)
Siggi Höskulds (3 réttir)
Valgeir Valgeirs (2 réttir)

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 19 13 2 4 43 17 +26 41
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 19 10 3 6 30 26 +4 33
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 19 7 8 4 20 18 +2 29
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 19 8 3 8 28 26 +2 27
10 Crystal Palace 19 7 6 6 22 21 +1 27
11 Fulham 19 8 3 8 26 27 -1 27
12 Tottenham 19 7 5 7 27 23 +4 26
13 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 19 5 6 8 25 32 -7 21
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner