Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 20. janúar 2020 13:01
Magnús Már Einarsson
Bentaleb á leið til Newcastle
Nabil Bentaleb, miðjumaður Schalke, er mættur til Englands til að fara í læknisskoðun hjá Newcastle.

Mikil meiðsli eru hjá Newcastle og félagið er að klófesta Bentaleb á láni frá Schalke út tímabilið.

Bentaleb er 25 ára gamall en hann spilaði með Tottenham frá 2013 til 2017.

Síðan þá hefur Bentaleb verið á mála hjá Schalke en hann hefur verið úti í kuldanum á þessu tímabili og ekkert komið við sögu í þýsku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner