
Samningurinn er til eins og hálfs árs með möguleika á eins árs framlengingu ef liðið kemst upp í efstu deild.
Elías Már Ómarsson gekk í gær í raðir NAC Breda á frjálsri sölu frá franska félaginu Nimes.
Elías snýr aftur í hollensku B-deildina eftir eins og hálfs árs hlé því hann fór frá Excelsior til Frakklands. Keflvíkingurinn var til viðtals hjá félaginu í gær.
Elías snýr aftur í hollensku B-deildina eftir eins og hálfs árs hlé því hann fór frá Excelsior til Frakklands. Keflvíkingurinn var til viðtals hjá félaginu í gær.
„Þetta er búinn að vera fínn dagur, hitti leikmennina, þjálfarateymið og fólk í kringum félagið. Það hafa allir tekið vel á móti mér."
„Ég er framherji, leikmaður sem vill vera með boltann, taka þátt í spilinu. Ég vil vera í teignum að skora mörk."
„Ef ég á að vera hreinskilinn þá saknaði ég smá Hollands. Ég kom í gærkvöldi og fann góða tilfinningu við komuna til Hollands."
„Vonandi get ég lært tungumálið aðeins betur, ég er byrjaður að skilja orðin. Vonandi næ ég að aðlagast vel og get hjálpað félaginu."
„Fyrst og fremst vil ég komast í stand til að geta hjálpað liðinu. Vonandi get ég svo hjálpað liðinu að komast aftur í Eredivisie."
„Mér líkaði vel í Hollandi síðast og ástæðan fyrir skiptunum tengjast einnig fjölskyldunni. Þegar ég heyrði af áhuga NAC þá fannst mér það áhugaverð hugmynd."
„Ég þekki aðeins til félagsins, spilaði á móti liðinu þegar ég var hjá Excelsior. Núna verð ég í svörtu og gulu treyjunni að spila fyrir liðið."
„Það er spennandi að spila á vellinum hérna. Við erum með marga stuðningsmenn sem eru háværir."
„Ég hef saknað þeirrar tilfinningar að spila fyrir framan fullar stúkur af stuðningsmönnum. Stuðningurinn hjálpar liðinu að berjast," sagði Elías.
Athugasemdir